Fara í efni
Umræðan

Hvert liðanna fjögurra fékk 1,5 milljónir í styrk

Fulltrúar liðanna fjögurra ásamt nefndinni sem stendur að og skipuleggur Kvennakvöldið. Frá vinstri: Steinþór Traustason, blakdeild KA, Klara Fanney Stefánsdóttir, handboltalið KA/Þórs, Ólafur Torfason, körfuknattleiksdeild Þórs, Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA og nefndarkonurnar Linda Guðmundsdóttir, Eva Björk Halldórsdóttir, Linda Rakel Jónsdóttir, Bryndís Ríkharðsdóttir og Elma Eysteinsdóttir. Mynd: Ármann Hinrik.

Sú hefð hefur skapast í samstarfi Þórs og KA að halda kvennakvöld að vori, að hluta til í samstarfi við herrakvöld Þórs. Kvennakvöld Þórs og KA er sameiginleg samkoma sem meðal annars er ætlað að styrkja kvennaliðin fjögur í boltaíþróttunum, knattspyrnu, handbolta, körfubolta og blaki. Afrakstur kvennakvöldsins var afhentur fulltrúum liðanna og deildanna í leikhléi í leik Þórs/KA og Breiðabliks á mánudaginn.

Kvennaliðin fjögur eru knattspyrnulið Þórs/KA, handknattleikslið KA/Þórs, blaklið KA og körfuknattleikslið Þórs. Hvert um sig fengu þessi lið 1,5 milljónir króna í styrk eftir kvennakvöldið sem haldið var í byrjun maí. 

Í ávarpi frá kvennakvöldsnefndinni segir meðal annars. „Við þetta tilefni vill Kvennakvöldsnefndin þakka öllum þeim sem koma að kvöldinu, styrktaraðilum, sjálfboðaliðum og öllum þeim frábæru konum sem mættu á viðburðinn, fyrir að gera þetta kvöld ógleymanlegt og að styrkja allar þessar frábæru íþróttakonur sem skipa þessi lið.“

Kvennakvöldsnefnd Þórs og KA skipa þær Eva Björk Halldórsdóttir, Elma Eysteinsdóttir, Þóra Pétursdóttir, Linda Rakel Jónsdóttir, Bryndís Ríkharðsdóttir og Linda Guðmundsdóttir.

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00