Fara í efni
Umræðan

Hversdagshetjur

Hversdagshetja er skv. orðabók venjulegur maður sem sigrast á erfiðleikum sínum. Ef til vill er það táknrænt að þetta nafnorð er í kvenkyni. Táknrænt fyrir konuna sem vinnur afrek sín í kyrrþey hvers dags. Formóðirin í hungursneyðinni. Einstæða móðirin að stoppa í sokka barnsins eftir langan vinnudag. Konan bak við manninn. Vísindakonan að skrifa doktorsritgerðina á nóttunni. Tryggi sjúkraliðinn í næturvinnu á spítalanum í áratugi. Heimavinnandi rithöfundurinn án ritlauna. Alþingiskona með hugsjón og þrjú smábörn á heimilinu. Dóttirin að sinna móðurinni með Alzheimer sjúkdóm meðfram vinnu og sínum eigin vandamálum.

Auðvitað eru karlar líka hversdagshetjur en einhverra hluta vegna virðist þessi pistill ætla að fjalla meira um konur.
 
Í starfi læknisins hittir maður hversdagshetjur á hverjum degi. Ungt fólk, jafnvel börn að glíma við krabbamein. Karla og konur með geðsjúkdóma sem geta ekki aðeins dregið til dauða heldur einnig truflað getu og afkomu allt lífið. Konur í fæðingarþunglyndi. Fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi eða nær ekki endum saman. Unglinga þegar langt leidda í fíkn.
 
Og við segjum við hvert annað, okkur til hugarhægðar, eitthvað í þessum stíl: Lengi má manninn reyna. Það standa engin stórræði lengi. Það er ekki val um annað en að halda áfram.
 
Það kemur fyrir að einhver gefst upp, því miður. En mín reynsla er að algengara sé, þegar fólk mætir miklum vanda eða sjúkdómum, að það sýni kjark og þrautseigju og haldi í vonina. Eflist, styrkist, aðlagist og gerist hversdagshetjur. Hetjur sem oft mætti styðja betur en alltaf er hægt að dást að og hylla.
 
Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10