Fara í efni
Umræðan

Hugmyndir að löngu tímabærri uppbyggingu við Norðurgötu

Á fundi skipulagsráðs í vikunni var bókað að ganga til samninga um uppbyggingu lóða við Norðurgötu lóðir 3 - 7. Á þessu svæði stóðu áður fjögur hús. Tvö þeirra voru flutt í Fróðasund 1944, eitt brann fyrir fáeinum árum og eitt var rifið fyrir margt löngu. Það er því fagnaðarefni að til standi að fylla upp í þetta ljóta skarð í húsaröð Norðurgötu. Nú hafa þessar tillögur birst á akureyri.net og því við hæfi að láta í ljós skoðun leikmanns og Eyrarpúka og hafa skoðun á því sem fram er sett.

Fyrsta tillagan er hreinlega alveg út úr korti og ekki til umræðu af minni hálfu, allt of há hús og úr samræmi við umhverfið, of mikið byggingarmagn og ekki til frekari umræðu. Hinar tvær eru áhugaverðar, hóflegt byggingamagn, hæð húsa í samræmi við umhverfið og falla vel að götumyndinni. Þó ber ein tillagan af að mínu mati. Tvö hús með sitthvorri stefnunni, annað liggur með götunni en hitt með austur vestur stefnu og nýtir dýpt lóðarinnar vel. Götumyndin er auk þess opin og íbúavæn þar sem þar sem annað húsið snýr gafli að götunni og brýtur upp sjónarhorn til vesturs.

Það er gleðiefni að þarna standi til að hefja framkvæmdir. Á Eyrinni eru allt of mörg svæði sem eru svolítið eins og skörðóttur tanngarður, hús hafa brunnið og sum rifin og árum og jafnvel áratugum saman hafa þessar lóðir staðið auðar og sumar í hirðuleysi. Áður hefur verið rætt um hús við Strandgötu en vonandi verða framkvæmdir á þessu svæði til þess að metnaður aukist og uppbygging hefjist víðar á Eyrinni. Sannarlega fagnaðarefni að sjá þessi áform sem vonandi verða að veruleika.

Jón Ingi Cæsarsson er Eyrarpúki

Dansaðu vindur

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar
19. september 2024 | kl. 14:00

Hvaðan kemur verðbólgan?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
17. september 2024 | kl. 16:30

Hvert er hlutverk sveitarfélaga í þjóðarátaki gegn ofbeldi meðal barna?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
15. september 2024 | kl. 13:30

Hver er Akureyri framtíðar?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:30

Hverfist allt um lokamarkmiðið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
10. september 2024 | kl. 13:30

Umhverfisslys í Kjarnaskógi

Elín Kjartansdóttir skrifar
02. september 2024 | kl. 14:30