Fara í efni
Umræðan

Hreinn Þór bætist við stjórnendateymi Driftar

Hreinn Þór Hauksson hefur hafið störf sem leiðtogi frumkvöðlaverkefna og fjárfestinga hjá DriftEA á Akureyri.

„Hreinn bætist við stækkandi teymi DriftarEA og leggur til mikilvæga reynslu úr fjármögnunarumhverfi fyrirtækja eftir margra ára starf á fjármálamörkuðum auk þess sem hann hefur lengi verið þátttakandi í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi samhliða öðrum störfum,“ segir í tilkynningu frá Drift. „Hreinn Þór er með meistaragráðu í frumkvöðlafræði og nýsköpun frá Háskólanum í Lundi. Hlutverk Hreins verður að leggja frumkvöðlum lið á fyrstu metrunum og hámarka líkur á að hugmynd verði að veruleika í gegnum þjónustuframboð Driftar.“

DriftEA – miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar – var stofnað árið 2024 með það að markmiði að efla og styðja við frumkvöðlaumhverfi á Akureyri og í Eyjafirði. DriftEA veitir frumkvöðlum aðstöðu, faglega aðstoð og eftir atvikum fjármagn til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Fyrstu sex teymin fluttu inn í janúar og hófu starfsemi í febrúar og er það fyrsta skrefið í uppbyggingu öflugs nýsköpunarsamfélags á svæðinu, að því er segir í tilkynningunni.
 
„Ég er einstaklega spenntur fyrir þessu tækifæri til að fá að starfa á vettvangi sem ég brenn fyrir. Metnaðarfull uppbygging DriftarEA felur í sér fjölmörg skemmtileg verkefni þar sem ég vil leggja mitt af mörkum og ég hlakka til að vinna með frumkvöðlum og fyrirtækjum að því að ná árangri,“ segir Hreinn Þór í tilkynningunni. „Ég vil taka þátt í því að byggja upp umhverfi þar sem góðar hugmyndir verða til meðal öflugra einstaklinga og teyma, byggjast upp og skila á endanum til baka til samfélagsins. Sérstaklega er ánægjulegt er svo að koma að öflugu teymi starfsfólks og aðstandenda DriftarEA.“

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00