Fara í efni
Umræðan

Baldvin Már forstjóri Atlanta í Messanum

Baldvin Már Hermannsson, forstjóri flugfélagsins Atlanta, „deilir einstakri vegferð sinni“ í Messanum í kvöld, eins og það er orðað í tilkynningu. Samkoman, sem er hluti viðburðaraðar sem kallast Toppurinn, hefst kl. 20.00 og er öllum opin án endurgjalds.

Messinn, sem er hluti frumkvöðla- og nýsköpunarmiðstöðvarinnar DriftEA, er á 4. hæð gamla Landsbankahússins við Ráðhústorg.

í tilkynningu um viðburðinn segir:

„Flugfélagið Atlanta er sannarlega frábrugðið hinum íslensku flugfélögunum og það fer ekki alltaf mikið fyrir því í umræðunni hér heima. Alþjóðlegur rekstur félagsins er þó afar umsvifamikill, og mikilvægi Atlanta í íslensku hagkerfi kemur flestum á óvart.

Akureyringurinn Baldvin Már Hermannsson er forstjóri Flugfélagsins Atlanta og fleiri félaga innan Atlanta samstæðunnar. Hann hefur starfað hjá félaginu víða um heim allt frá árinu 2001, og stýrt fjölda verkefna í Evrópu, Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum fyrir félagið. Baldvin hefur gegnt lykilhlutverki í þróun viðskipta- og flugflota flugfélagsins og er handhafi Viðskiptaverðlauna VB & Frjálsarar verslunar 2024.“ 

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00