Fara í efni
Umræðan

Baldvin Már forstjóri Atlanta í Messanum

Baldvin Már Hermannsson, forstjóri flugfélagsins Atlanta, „deilir einstakri vegferð sinni“ í Messanum í kvöld, eins og það er orðað í tilkynningu. Samkoman, sem er hluti viðburðaraðar sem kallast Toppurinn, hefst kl. 20.00 og er öllum opin án endurgjalds.

Messinn, sem er hluti frumkvöðla- og nýsköpunarmiðstöðvarinnar DriftEA, er á 4. hæð gamla Landsbankahússins við Ráðhústorg.

í tilkynningu um viðburðinn segir:

„Flugfélagið Atlanta er sannarlega frábrugðið hinum íslensku flugfélögunum og það fer ekki alltaf mikið fyrir því í umræðunni hér heima. Alþjóðlegur rekstur félagsins er þó afar umsvifamikill, og mikilvægi Atlanta í íslensku hagkerfi kemur flestum á óvart.

Akureyringurinn Baldvin Már Hermannsson er forstjóri Flugfélagsins Atlanta og fleiri félaga innan Atlanta samstæðunnar. Hann hefur starfað hjá félaginu víða um heim allt frá árinu 2001, og stýrt fjölda verkefna í Evrópu, Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum fyrir félagið. Baldvin hefur gegnt lykilhlutverki í þróun viðskipta- og flugflota flugfélagsins og er handhafi Viðskiptaverðlauna VB & Frjálsarar verslunar 2024.“ 

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10