Fara í efni
Umræðan

Hlúum að okkar öfluga skólasamfélagi

Hlúum að okkar öfluga skólasamfélagi

Góð menntun er samfélagslegt verkefni sem þarf að taka alvarlega og sinna af kostgæfni, enda eru skólarnir okkar stærsta jöfnunartæki. Nemendur hafa rétt á námi við hæfi og saman mynda þeir samfélag þar sem hlúð er að víðsýni og dómgreind, ekki síst til að takast megi á við viðfangsefni samtímans með hagsmuni samfélagsins alls að leiðarljósi. Skólar eiga að veita nemendum jöfn tækifæri og draga fram styrkleika hvers og eins. Því miður er ljóst að ekki standa öll börn jafnfætis, ennýlegar rannsóknir sýna að tækifæri og árangur nemenda í skólakerfinu stýrist í of miklum mæli af félagslegum bakgrunni nemenda. Þar standa sérstaklega höllum fæti nemendur með erlendan bakgrunn og leggja þarf allt kapp á að breyta því.

Hér á Akureyri búum við að afar öflugu skólasamfélagi. Skólarnir okkar eru einstaklega vel mannaðir, en hlutfall réttindakennara er með því besta sem gerist, bæði í leik- og grunnskólum. Fagfólkið okkar veit svo sannarlega hvað það er að gera og hvers konar umgjörð þarf til að geta enn betur sinnt fjölbreyttum þörfum nemenda. Við í Samfylkingunni viljum hlusta á fagfólkið, treysta því og styðja til góðra verka og tryggja nemendum og starfsfólki góðan aðbúnað. Tryggja þarf bætt aðgengi að kennsluráðgjöf, þjónustu og stuðningi til starfsþróunar á vettvangi. Það þarf að styðja betur við kennara í kennslu barna með erlendan bakgrunn, stytta biðlista og efla stuðning við börn sem þurfa sérúrræði, tryggja öfluga náms- og starfsráðgjöf og auka við stuðning á vettvangi, í samráði við fagfólkið sem þar starfar. Jafnframt þarf að vera vakandi fyrir langtímaafleiðingum faraldursins á nemendur og starfsfólk skóla, sem svo sannarlega hefur staðið vaktina síðastliðin tvö ár.

Menntun er samfélagslegt verkefni og ekki einkamál hvers og eins og það er hagur okkar allra að vel takist til; að kennurunum okkar séu búnar ásættanlegar vinnuaðstæður og skólaþjónusta sé efld, ekki síst svo að tækifæri nemenda til að ná árangri og vera virkir þátttakendur í samfélaginu innan og utan skólans stýrist ekki af félagslegum aðstæðum þeirra og bakgrunni.

Hilda Jana Gísladóttir er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri

Réttindi neytenda á tímum Covid

Brynhildur Pétursdóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 13:00

Jónas Hallgrímsson

Tryggvi Gíslason skrifar
16. nóvember 2020 | kl. 07:15

Jón Sveinsson - Nonni

Haraldur Þór Egilsson skrifar
17. nóvember 2020 | kl. 10:30

Matthías Jochumsson

Tryggvi Gíslason skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 17:09

Íslenska, nútími og lestur

Sverrir Páll skrifar
19. nóvember 2020 | kl. 10:10

Bílastæðaklukkur í miðbæ Akureyrar

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar
20. nóvember 2020 | kl. 10:00