Fara í efni
Umræðan

Hafþór Már Vignisson snýr aftur í raðir Þórs

Hafþór Már Vignisson hefur samið við handknattleiksdeild Þórs og mun leika með liðinu á næsta tímabili. Þetta tilkynntu Þórsarar á Facebook-síðu deildarinnar fyrir nokkrum mínútum. Hafþór er örvent skytta, en Þórsara hefur einmitt vantað leikmann í þá stöðu.

Hafþór er uppalinn í Þór, en lék síðast með Akureyri handboltafélagi hér fyrir norðan áður en hann gekk til liðs við ÍR vorið 2019. Þaðan fór hann í Stjörnuna þar sem hann var í tvö ár, en hélt síðan utan til Þýskalands í atvinnumennsku og lék með HC Empor Rostock í þýsku 2. deildinni áður en hann snéri til Noregs. Hann er nú á heimleið og reynir fyrir sér í Grill 66 deildinni á komandi tímabili með uppeldisfélaginu. 

Hafþór hefur nú ákveðið að snúa heim á æskuslóðirnar og spila með Þórsurum í Grill 66 deildinni á næsta tímabili, en þeir voru nánast hársbreidd frá því að vinna sér sæti í Olísdeildinni í úrslitaeinvígi við Fjölni í vor. Þórsarar safna nú liði, en á dögunum samdi handknattleiksdeildin við Odd Gretarsson, eins og Akureyri.net greindi frá. 

Þróunarskref í þágu velferðar barna

Kristín Jóhannesdóttir skrifar
19. júní 2025 | kl. 09:00

Hvorki „allt lokað“ né „allt opið“

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
18. júní 2025 | kl. 19:30

Þankar ferðalangs um búsetu við landamæri

Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar
17. júní 2025 | kl. 06:00

Akureyrarbær brýtur gegn viðmiðum Barnvæns sveitarfélags

Ungmennaráð Akureyrar skrifar
14. júní 2025 | kl. 10:00

Heil­brigðis­kerfið í bakk­gír

Ingibjörg Isaksen skrifar
12. júní 2025 | kl. 11:00

Hvers vegna öll þessi leynd?

Hilda Jana Gísladóttir og Sindri Kristjánsson skrifa
11. júní 2025 | kl. 14:45