Fara í efni
Umræðan

GA-konur lögðu Íslandsmeistarana

Arna Rún Oddsdóttir, Kara Líf Antonsdóttir, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andrea Ýr Ásmundsdóttir glaðbeittar eftir að hafa borið sigurorð af ríkjandi Íslandsmeisturum GM í 1. umferð. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

UPPFÆRT: Leik karlasveitar GA í 1. umferð er lokið og þar vannst baráttusigur gegn Selfyssingum. Sjá nánar neðst í fréttinni.

Í morgun hófst keppni í 1. deild í Íslandsmóti golfklúbba og þar taka sveitir Golfklúbbs Akureyrar þátt, bæði í kvenna- og karlaflokki. Kvennasveitin gerði sér lítið fyrir og sigraði sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar í fyrstu umferð en þær mosfellsku eru Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára. Sveit GA hlaut 3 vinninga gegn tveimur vinningum GM en keppni í deildinni fer fram á Jaðarsvelli.

Þær Arna Rún Oddsdóttir og Kara Líf Antonsdóttir léku saman og unnu sína viðureign í fjórmenningi og Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Lilja Maren Jónsdóttir sigruðu sína andstæðinga í tvímenningsleikjum. Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Björk Hannesdóttir töpuðu sínum viðureignum í tvímenningnum. Glæsilegur sigur hjá konunum!

Hafberg Svansson, Arnheiður Ásgrímsdóttir, Arna Rún Oddsdóttir, Kara Líf Antonsdóttir og Hjörtur Sigurðsson fylgdust með af 16. teig en sveit GA tryggði sér sigurinn eftir 16 holur. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Sannarlega góð byrjun hjá kvennasveitinni, sem eru nýliðar í 1. deild. Seinni viðureign dagsins hefst strax klukkan 14 en þá etja þær kappi við sveit Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs. Áhorfendur eru hvattir til að mæta upp á Jaðarsvöll og fylgjast með keppni bestu golfkvenna landsins.

Karlasveitin lék við sveit Golfklúbbs Selfoss í 1. umferð 1. deildar karla á Leirdalsvelli og hafði sigur með þremur vinningum gegn tveimur eftir hörkubaráttu. Í þessari viðureign réðust úrslitin í fjórmenningsleiknum hjá Mikael Mána Sigurðssyni og Víði Steinari Tómassyni. Leikur þeirra var lengstum mjög jafn en andstæðingar þeirra unnu 15. holu og komu Selfyssingum þar með yfir. En strákarnir jöfnuðu leikinn með því að vinna 16. holuna, sú sautjánda var jöfn en með því að vinna 18. og síðustu holuna tryggðu þeir Mikael Máni og Víðir Steinar sér sigur í viðureigninni og þar með sigur GA í leiknum.

Óskar Páll Valsson og Valur Snær Guðmundsson léku saman í hinum fjórmenningnum og töpuðu. Í tvímenningi unnu þeir Eyþór Hrafnar Ketilsson og Tumi Hrafn Kúld sínar viðureignir en Veigar Heiðarsson tapaði. Seinni viðureign strákanna í GA í dag er gegn sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja.

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30