Fara í efni
Umræðan

Fyrirsæta dagsins sem „veifaði“ Emmu

Mynd: Emma Huld Steinarsdóttir

Emma Hulda Steinarsdóttir sem búsett er í Hörgársveit, steinsnar norðan Akureyrar, mætti þessum fallega smyrli þegar hún brá sér í göngutúr í vikunni í sveitinni. Emma heldur út eftir vinnu flesta daga vopnuð myndavél, einmitt í því skyni að mynda fugla og því má segja að vel hafi borið í veiði að þessu sinni.

„Fyrirsæta dagsins,“ skrifaði Emma þegar hún birti myndir af fuglinum á Facebook síðu sinni. Meðfylgjandi mynd birti hún síðan á Facebook síðunni Fuglar á Íslandi - Birds in Iceland og skrifaði þar: „Þessi sæti smyrill veifaði mér í göngutúrnum í dag.“ Svo virðist einmitt sem smyrillinn, þessi algengasti íslenski ránfugl, veifi til ljósmyndarans á þessari flottu mynd.

Facebook síða Emmu

Facebook síðan Íslenskir fuglar

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15