Fara í efni
Umræðan

Fyrirsæta dagsins sem „veifaði“ Emmu

Mynd: Emma Huld Steinarsdóttir

Emma Hulda Steinarsdóttir sem búsett er í Hörgársveit, steinsnar norðan Akureyrar, mætti þessum fallega smyrli þegar hún brá sér í göngutúr í vikunni í sveitinni. Emma heldur út eftir vinnu flesta daga vopnuð myndavél, einmitt í því skyni að mynda fugla og því má segja að vel hafi borið í veiði að þessu sinni.

„Fyrirsæta dagsins,“ skrifaði Emma þegar hún birti myndir af fuglinum á Facebook síðu sinni. Meðfylgjandi mynd birti hún síðan á Facebook síðunni Fuglar á Íslandi - Birds in Iceland og skrifaði þar: „Þessi sæti smyrill veifaði mér í göngutúrnum í dag.“ Svo virðist einmitt sem smyrillinn, þessi algengasti íslenski ránfugl, veifi til ljósmyndarans á þessari flottu mynd.

Facebook síða Emmu

Facebook síðan Íslenskir fuglar

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00