Fara í efni
Umræðan

Forsendubrestur í Tónatröðinni

Þann 26. janúar sl. fjallaði Skipulagsráð Akureyrarbæjar um þær umsagnir sem hafa borist ráðinu vegna fyrirhugaðrar breytingu á aðalskipulagi bæjarins svo hægt sé að framkvæma í samræmi við hugmyndir SS byggis við Tónatröð.

Það er áhugavert að í umsögn Norðurorku kemur fram að á svæðinu eru ekki til staðar innviðir til að þjónusta fyrirhugaða byggð. Hitaveitan er ekki nægilega stór, fráveitan mun ekki geta tekið við aukningunni og mun rafveita að öllum líkindum ekki bera umrædda aukningu. Þetta er áhugavert í ljósi þess að íbúum var seld þessi hugmynd sem hagkvæm fyrir bæinn þar sem innviðir sem fyrir eru yrðu nýttir, var það eitt af meginrökum þeirra sem hafa tala fyrir þessum hugmyndum. Af umsögn Norðurorku er ljóst að þeir eru ekki til staðar og að fara þarf í kostnaðarsamar framkvæmdir svo hægt verði að byggja fyrirhugaðar byggingar.

Á þessum tímapunkti er ekki komin niðurstaða hvort Spítalavegurinn muni bera þá umferðaukningu sem fylgir tæpum 70 íbúðum en í dag er 12 tonna ásþunga takmörkun í götunni. Einungis er hægt að ímynda sér hvernig fyrirhugaðar framkvæmdir munu fara með götuna en þó má segja að bærinn muni þurfa fara í að styrkja og laga götuna fyrir og eða eftir framkvæmdartíma.

Önnur meginrök forsvarsmanna þeirra sem tala fyrir byggingaráformunum er að það sé lóðaskortur í bænum og hefur fyrrnefndur verktaki og formaður skipulagsráðs farið mikinn í þeirri umræðu. Sami verktaki fékk þó úthlutað töluverðu magni byggingalóða í Holtahverfinu á síðasta ári og fyrirséð er að uppbygging þar verði hvergi lokið áður en lóðir í Móahverfi verða auglýstar sem er út af fyrir sig mjög ánægjulegt.

Af þessu er ljóst að það er algjör forsendubrestur fyrir þeim byggingaframkvæmdum í Tónatröð sem íbúum hafa verið kynntar.

Að lokum skal það tekið fram að flestir íbúar sem eru á móti fyrirhuguðum breytingum eru ekki móti breytingum almennt heldur þeim hugmyndum sem kalla á þessar breytingarnar.

Kolbrún Sigurgeirsdóttir er íbúi í Tónatröð.

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03