Fara í efni
Umræðan

Fjölnir sigraði SA og er Íslandsmeistari

Fjölniskonur glaðar í bragði með Íslandsbikarinn í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Mynd: Rakel Hinriksdóttir

Fjórða leik í einvígi SA og Fjölnis um sigurinn í Toppdeild Íslandsmóts kvenna í íshokkí lauk í kvöld með sigri Fjölnisstúlkna, sem þýðir að Íslandsbikarinn er þeirra í ár. Fjölnir sigraði 1-2, með mörkum frá Hilmu Bergsdóttur í 1. leikhluta og Flosrúnu Jóhannesdóttur í 2. leikhluta. SA átti sinn besta leik í þriðja og síðasta leikhluta og náði Anna Sonja Ágústsdóttir að skora eitt mark þá og minnka muninn. Það dugði þó ekki til þess að knýja fram oddaleik, og Fjölnir hafði betur í einvíginu með þremur sigrum gegn einum sigri SA kvenna.

Anna Sonja Ágústsdóttir, lengst til vinstri, skorar fyrir SA í kvöld. Karítas Halldórsdóttir varði skot hennar en Anna fékk pökkinn aftur og þrumaði honum í markið; pökkurinn syngur þarna í netinu. Mynd: RH.

Fyrsti leikurinn var spilaður í Egilshöll, þar sem Fjölnir sigraði 5-0. SA konur komu sterkar tilbaka í öðrum leik einvígisins sem var spilaður á heimavelli í Skautahöllinni á Akureyri og unnu 2-1. Þriðja leikinn sigraði Fjölnir í Egilshöllinni aftur, þar sem lokatölur urðu 4-1. Þannig var staðan, þegar liðin áttust við í kvöld í Skautahöllinni í fjórða leik. Ef SA hefði tekist að sigra, hefði úrslitaleikurinn farið fram í Egilshöll á fimmtudaginn.

Fjölnir er Íslandsmeistari í íshokkí kvenna árið 2025, annað árið í röð, en SA þarf að gera sér annað sætið að góðu þetta árið. 

Leikurinn á vefrás Íshokkísambands Íslands.

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00