Fara í efni
Umræðan

Fertugur en síungur Síðuskóli – MYNDIR

Nemendur, forráðamenn þeirra og starfsmenn skólans fóru í skrúðgöngu um Síðuskóla í tilefni dagsins. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Mikið var um dýrðir í Síðuskóla í dag þegar haldið var upp á 40 ára afmæli skólans. Að lokinni samkomu í íþróttahúsi skólans fóru nemendur, foreldrar og starfsmenn í skrúðgöngu um hverfið og síðan var boðið upp á afmælistertu og aðrar veitingar í matsal skólans.

Fyrstu íbúar flutti í Síðuhverfi í ársbyrjun 1979 en á árinu 1982 var fyrst farið að ræða af alvöru í skólanefnd um skóla í hverfinu að því er segir á vef Síðuskól. Ingólfur Ármannsson var settur skólastjóri 1. júní 1984 og kennsla byrjaði þá um haustið.

Þau fögnuðu afmælinu í dag. Frá vinstri: Jón Baldvin Halldórsson skólastjóri 1987 til 1996, Hrefna Hjálmarsdóttir, ekkja Ingólfs Ármannssonar, fyrsta skólastjóra Síðuskóla 1984 til 1986, Sigríður Ása Harðardóttir sem lengi var aðstoðarskólastjóri og settur skólastjóri í eitt ár, Ólafur B. Thoroddsen skólastjóri 1997 til 2014 og Ólöf Inga Andrésdóttir, núverandi skólastjóri. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Á vef Akureyrarbæjar segir að veturinn 1985-86 hafi einungis verið ein kennsluálma við skólann, A-álma, en haustið 1986 bættist syðri hluti B-álmu við. Um miðjan vetur 1987-88 var norður hluti B-álmu (stjórnunarálman) tilbúin og veturinn eftir var lokið við norðurhluta kjallarans. Smíðastofa var ekki í skólanum fyrr en haustið 1989 en fram að þeim tíma var yngri nemendum ekið í smíðatíma niður í Oddeyrarskóla en þeir eldri fengu inni í Glerárskóla.

Gleðin var við völd í Síðuskóla og myndin af þessum glaðlega, fallega dreng því táknræn fyrir andrúmsloftið.

Um Síðuskóla af vef skólans

Myndasyrpur úr afmælinu af vef skólans

Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. október 2024 | kl. 06:00

Heil­brigðis­stofnun Norður­lands 10 ára í dag

Jón Helgi Björnsson skrifar
01. október 2024 | kl. 12:20

Séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
28. september 2024 | kl. 12:00

Hvað segir það um málstaðinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. september 2024 | kl. 06:00

Fást engin svör

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. september 2024 | kl. 11:15

Áherslur ráðherra skipta máli

Heimir Örn Árnason skrifar
20. september 2024 | kl. 09:40