Fara í efni
Umræðan

Færðu barnadeild SAk leikföng og 210.000 kr.

Aðalheiður Guðmundsdóttir, deildarstjóri barnadeildar Sjúkrahússins á Akureyri, ásamt þeim barnanna úr Síðuskóla sem afhentu deildinni pakka. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Nemendur 5. bekkjar Síðuskóla komu færandi hendi á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) fyrir helgi. Annars vegar afhentu þeir deildinni nokkur leikföng að gjöf, eina Play Station tölvu, nokkra leiki í hana fyrir mismunandi aldurshópa og þroskaleikföng, og hins vegar 210.000 krónur í peningum, til kaupa á vigt fyrir nýbura.

Krakkarnir héldu síðla vetrar góðgerðar- og menningarkaffihús í matsal skólans við miklar vinsældir. Akureyri.net leit við á sínum tíma og sagði frá – sjá hér.

Selt var inn á kaffihúsið og einnig höfðu krakkarnir til sölu ýmsa listmuni sem þeir höfðu útbúið sjálfir. Ákveðið var fyrir samkomuna að allur ágóði rynni til barnadeildar SAk og vakti heimsóknin á deildina mikla lukku. Aðalheiður Guðmundsdóttir, deildarstjóri barnadeildarinnar veitti gjöfum barnanna viðtöku og þakkaði innilega fyrir rausnarskapinn.

Hópurinn úr Síðuskóla ásamt Aðalheiði Guðmundsdóttur, deildarstjóra barnadeildar sjúkrahússins.

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00