Fara í efni
Umræðan

Færðu barnadeild SAk leikföng og 210.000 kr.

Aðalheiður Guðmundsdóttir, deildarstjóri barnadeildar Sjúkrahússins á Akureyri, ásamt þeim barnanna úr Síðuskóla sem afhentu deildinni pakka. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Nemendur 5. bekkjar Síðuskóla komu færandi hendi á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) fyrir helgi. Annars vegar afhentu þeir deildinni nokkur leikföng að gjöf, eina Play Station tölvu, nokkra leiki í hana fyrir mismunandi aldurshópa og þroskaleikföng, og hins vegar 210.000 krónur í peningum, til kaupa á vigt fyrir nýbura.

Krakkarnir héldu síðla vetrar góðgerðar- og menningarkaffihús í matsal skólans við miklar vinsældir. Akureyri.net leit við á sínum tíma og sagði frá – sjá hér.

Selt var inn á kaffihúsið og einnig höfðu krakkarnir til sölu ýmsa listmuni sem þeir höfðu útbúið sjálfir. Ákveðið var fyrir samkomuna að allur ágóði rynni til barnadeildar SAk og vakti heimsóknin á deildina mikla lukku. Aðalheiður Guðmundsdóttir, deildarstjóri barnadeildarinnar veitti gjöfum barnanna viðtöku og þakkaði innilega fyrir rausnarskapinn.

Hópurinn úr Síðuskóla ásamt Aðalheiði Guðmundsdóttur, deildarstjóra barnadeildar sjúkrahússins.

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00