Byggingarlist fyrir aldraða
30. september 2025 | kl. 17:00
Lið KA í 2. aldursflokki – U20 lið – sem varð Íslandsmeistari í knattspyrnu í fyrra mætir FS Jelgava á heimavelli í dag í síðari leik liðanna í Evrópukeppni, Evrópudeild ungmenna, UEFA Youth Leauge. Liðin skildu jöfn í fyrri leiknum í Lettlandi, 2-2 jafntefli. Með sigri í dag kæmust KA-strákarnir því í næstu umferð.
Frítt er á leikinn í boði nokkurra stuðningsfyrirtækja félagsins, sem hvetur þó stuðningsmenn til að sækja sér frímiða á leikinn í Stubbi (miða-appinu) tímanlega vegna takmarkaðs fjölda miða.