Fara í efni
Umræðan

EM U20: Eva í kjöri sem mikilvægasti leikmaður

Eva Wium Elíasdóttir í leik með U20 landsliðinu í B-deild Evrópumótsins sem lýkur um helgina. Mynd: FIBA.

Þórsarinn Eva Wium Elíasdóttir er ein af þeim körfuboltakonum sem fólk getur kosið í vali á mikilvægasta leikmanninum í B-deild Evrópumóts U20 landsliða í körfuknattleik. Þegar þetta er skrifað er Eva með afgerandi forystu í kjörinu og önnur úr íslenska liðinu, Agnes María Svansdóttir, kemur næst. 

Eva átti frábæran lokaleik í milliriðlinum þegar íslenskaliðið gjörsigraði það írska og tryggði sér sæti í undanúrslitum B-deildarinnar.

Ísland á erfiðan leik fyrir höndum í undanúrslitum B-deildarinnar, en íslenska liðið mætir því belgíska á morgun kl. 17:30. Úrslitaleikir mótsins verða spilaðir á sunnudag. 

Smellið hér til að taka þátt í kosningu um mikilvægasta leikmann mótsins.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45