Fara í efni
Umræðan

EM U20: Eva í kjöri sem mikilvægasti leikmaður

Eva Wium Elíasdóttir í leik með U20 landsliðinu í B-deild Evrópumótsins sem lýkur um helgina. Mynd: FIBA.

Þórsarinn Eva Wium Elíasdóttir er ein af þeim körfuboltakonum sem fólk getur kosið í vali á mikilvægasta leikmanninum í B-deild Evrópumóts U20 landsliða í körfuknattleik. Þegar þetta er skrifað er Eva með afgerandi forystu í kjörinu og önnur úr íslenska liðinu, Agnes María Svansdóttir, kemur næst. 

Eva átti frábæran lokaleik í milliriðlinum þegar íslenskaliðið gjörsigraði það írska og tryggði sér sæti í undanúrslitum B-deildarinnar.

Ísland á erfiðan leik fyrir höndum í undanúrslitum B-deildarinnar, en íslenska liðið mætir því belgíska á morgun kl. 17:30. Úrslitaleikir mótsins verða spilaðir á sunnudag. 

Smellið hér til að taka þátt í kosningu um mikilvægasta leikmann mótsins.

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00