Fara í efni
Umræðan

Dilyan Kolev úr leik eftir 1-6 tap

Dilyan Kolev náði sér engan veginn á strik í kvöld, á úrslitakvöldi úrvalsdeildarinnar. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Dilyan Kolev, sem gekk til liðs við píludeild Þórs í haust, tapaði viðureign sinni í undanúrslitum Úrvalsdeildarinnar í pílukasti í kvöld.

Kolev varð efstur í úrvalsdeildinni með 75% sigurhlutfall og var með 67,95 í meðaltal (meðalskor með þremur pílum). Í undanúrslitunum mætti hann einum sterkasta pílukastara landsins, Alexander Veigari Þorvaldssyni úr Pílufélagi Grindavíkur, sem hafði endað í 4. sæti í deildinni. 

Kolev náði sér hins vegar engan veginn á strik í kvöld, á úrslitakvöldi úrvalsdeildarinnar, og lenti 0-5 undir, en vinna þarf sex leggi til að vinna leikinn. Það var svo loksins í sjötta legg sem hann komst á blað, vann sinn fyrsta og eina legg eftir að Alexander Veigar hafði misnotað tvö góð tækifæri til útskots. Kolev komst svo í gott færi til að vinna annan legg strax á eftir, en náði ekki að nýta sér góð tækifæri til útskots. Alexander Veigar nýtti sér það og vann legginn og leikinn þar með 6-1.

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10