Fara í efni
Umræðan

Bryndís Eva í 13. sæti eftir 2 hringi

Keppendurnir fjórir frá Íslandi: Arnar Daði Svavarsson, Máni Freyr Vigfússon, Bryndís Eva Ágústsdóttir og Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir. Mynd: golf.is

Bryndís Eva Ágústsdóttir úr GA lék sinn annan hring á European Young Masters í Frakklandi í dag. Bryndís Eva lék fyrsta hringinn í gær á pari vallarins en í dag lék hún á fjórum höggum yfir pari og er jöfn í 13. sæti af 58 stúlkum.

Bryndís Eva er einn fjögurra kylfinga sem valdir voru fyrir Íslands hönd til að taka þátt í þessu móti, sem er fyrir 16 ára og yngri. Tvær stúlkur og tveir piltar keppa fyrir Ísland og auk einstaklingskeppninnar er líka keppt í liðakeppni, þar sem lægsta skor þriggja kylfinga af fjórum gildir. Eftir tvo keppnisdaga er íslenska liðið í 18. sæti af 28 liðum.

Þriðji og síðasti keppnisdagurinn er á morgun, laugardag.

Hægt er að fylgjast með gangi mála í mótinu hér.

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00