Fara í efni
Umræðan

Blikar lagðir og KA öruggt með 3. sæti

Spánverjinn Rodri, miðjumaðurinn öflugi, gerði fyrra mark KA í dag með skalla og fagnar hér innilega að leikslokum. Dusen Brkovic lengst til hægri. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

KA sigraði Breiðablik 2:1 í hörkuleik á heimavelli í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.

KA lendir örugglega ekki neðar en í 3.  sæti eftir hina hefðbundnu 22 leikja deildarkeppni og gæti náð 2. sæti. KA mætir Val fyrir sunnan í síðustu umferðinni um næstu helgi. 

Þrjú efstu liðin fá þrjá heimaleiki í fimm leikja „framlengingunni“ sem tekur við eftir hefðbundna tvöfalda umferð; sex efstu liðin leika þá einfalda umferð innbyrðis, taka stigin með sér og eftir þá hrinu fæst úr því skorið hver verður Íslandsmeistari og hverjir komast í Evrópukeppni.

Breiðablik er efst sem fyrr með 48 stig eftir 21 leik, Víkingur er með 42 stig og KA 40. Nái KA að sigra Val um næstu helgi og tapi Víkingur fyrir KR þá verður KA í 2. sæti.

Rodri kom KA yfir í fyrri hálfleik í dag, Viktor Karl Einarsson jafnaði fyrir topplið deildarinnar á 59. mínútu og Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lokin. Vítið var dæmt á Viktor Örn Margeirsson fyrir að fella Ásgeir Sigurgeirsson eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.

Nánar á eftir

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03