Fara í efni
Umræðan

Birta þarf starfslokasamninginn strax

Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar steig fram í Vikulokunum í gær og lagði ríka áherslu á að starfslokasamningur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka yrði birtur strax. Þetta er afstaða þingflokks Framsóknar en í kjölfarið hefur fjárlaganefnd gert slíkt hið sama.
Það er sorglegt að heyra stjórnarformann bankans hafna birtingu samningsins - en til að auka traust almennings þarf gagnsæi og auðmýkt að ríkja. Slíkt sýnir hann því miður ekki og því líklega er eðlilegt að spyrja hvort að nýrrar stjórnar sé þörf þegar núverandi stjórn virðist ekki gera sér grein fyrir alvarleika þeirra vinnubragða sem nú hafa komið i ljós.
 
Ég bind vonir við að hluthafafundur Íslandsbanka ákveði að birta samninginn nú þegar.
 
Ingibjörg Isaksen er formaður þingflokks Framsóknar

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30