Fara í efni
Umræðan

Ásrún, Hrafndís og Heimir á súpufundi Þórs

Næsti súpufundur Þórs og Greifans verður haldinn í Hamri í hádeginu á fimmtudaginn, 28. apríl. „Áfram köllum við eftir stefnu stjórnmálaflokkanna í íþróttamálum,“ segir í tilkynningu frá Þór.

Gestir fundarins verða Ásrún Ýr Gestsdóttir frá VG, Hrafndís Bára Einarsdóttir frá Pírötum og Heimir Örn Árnason frá Sjálfstæðisflokknum. Hver frambjóðandi fær 12 mínútur í framsögu og að þeim loknum verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir.

Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, verður fundarstjóri sem fyrr. Súpa dagsins, brauð og kaffi kosta 1.000 krónur og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30