Fara í efni
Umræðan

Ari Emin Björk valinn sveigbogamaður ársins

Ari Emin Björk á Norðurlandamóti ungmenna í sumar. Mynd: bogfimi.is.

Bogfimisamband Íslands (BFSÍ) valdi Ara Emin Björk úr Íþróttafélaginu Akri sem sveigbogamann ársins 2025. Ari er 20 ára gamall og er þetta í fyrsta sinn sem hann hreppir þennan titil. Þetta kemur fram í frétt frá BFSÍ.

Innan bogfiminnar er keppt með nokkrum mismunandi gerðum boga og eru bogfimimenn og -konur valdar í flokkum trissuboga, berboga og sveigboga. Ari er eini iðkandinn úr Akri í hópi bogfimifólks ársins, allir hinir eru frá BF Boganum í Kópavogi.

Í umsögn um afrek Ara á árinu í fréttinni á vef BFSÍ kemur meðal annars fram að hanni vann alla sex Íslandsmeistaratitla U21 á árinu ásamt því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki. Ari vann einnig silfurverðlaun á öllum öðrum ÍM í meistaraflokki á árinu og tók brons í bæði Bikarmótaröð BFSÍ inni og úti. Í alþjóðlegri keppni á árinu sýndi Ari m.a. flotta niðurstöðu á NM ungmenna þar sem hann endaði í 7. sæti, varð í 33. sæti á fjölmennasta ungmennamóti í sögu íþróttarinnar á Evrópubikarmóti U21 í Búlgaríu og endaði í 17. sæti á EM U21.

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00