Fara í efni
Umræðan

Alfreð Birgisson bikarmeistari í bogfimi

Alfreð Birgisson, slökkviliðsmaður á Akureyri og bikarmeistari í bogfimi. Mynd: Archery.is.

Alfreð Birgisson frá Íþróttafélaginu Akri varð bikarmeistari í bogfimi með trissuboga, en bikarkeppnin samanstendur af fjórum mótum sem fram fóru í október, nóvember, desember og janúar. 

Alfreð vann nauman sigur með níu stiga mun eftir mótin fjögur, hlaut 1.716 stig af 1.800 möguleum á tímabilinu. Freyja Dís Benediktsdóttir úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi kom næst með 1.707 stig. Þau Alfreð og Freyja Dís börðust um titilinn annað árið í röð, en Freyja Dís náði að komast nær Alfreð í þetta skiptið. Í fyrra munaði 32 stigum á þeim. Í bikarmótum er keppt óháð kyni. Bikarmeistari er sá keppandi sem nær hæstu samanlögðu skori á þremur bestu mótunum af fjórum. 

Fram kemur í umfjöllun á Archery.is að frammistaða Alfreðs á Bikarmóti BFSÍ í desember hafi verið góð. Þar skoraði hann 577 stig og kom sér í góða stöðu til að verja bikarmeistaratitilinn. Hann var hins vegar ekki öruggur með titilinn og þurfti að ná góðu skori í lokamótinu. Hann náði 573 í undankeppni lokamótsins og tryggði sér titilinn bikarmeistari BFSÍ 2024.

Alfreð vann svo einnig bikarmót janúarmánaðar, en með minnsta mun þar sem úrslitaleikurinn endaði í jafntefli og þurfti bráðabana til að fá fram úrslit. Í bráðabana skjóta keppendur einni ör og ráðast úrslitin af því hvor örin er nær miðju. Alfreð náði tíu stigum, en keppinauturinn níu. Hann kom því heim með stóran bikar, lítinn bikar, gullmedalíu og 50 þúsund krónur í verðlaun. 

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00