Fara í efni
Umræðan

Akureyrarbær og Akur undirrita samning

Skrifað undir samning Íþróttafélagsins Akurs og Akureyrarbæjar. Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, Jón Heiðar Jónsson, formaður Akurs, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Jóna Jónsdóttir, formaður ÍBA. Mynd: akureyri.is

Akureyrarbær hefur gert þriggja ára þjónustu- og rekstrarsamning við Íþróttafélagið Akur og var skrifað undir samninginn sl. föstudag. Við sama tækifæri var undirritaður viðauki við samstarfssamning Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) frá því í fyrra.

Í frétt á vefsíðu Akureyrarbæjar er sagt frá því að markmið samningsins við Akur sé að styðja við það heilbrigða og metnaðarfulla íþróttastarf sem félagið sinnir og býður upp á og tryggja að félagið geti haldið úti starfsemi og aðstöðu fyrir bogfimideild félagsins.

Bogfimideild Akurs var lengi á hrakhólum með inniaðstöðu sína, eftir að félagið þurfti að víkja úr Sjafnarhúsinu svokallaða sem nú er betur þekkt sem Norðurtorg. Um tíma fékk félagið aðstöðu í reiðhöll hestamannafélagsins Léttis og útiæfingarnar hafa farið fram á tjaldsvæði Bílaklúbbs Akureyrar. Haustið 2023 tók Akur á leigu húsnæði við Kaldbaksgötu en þá um vorið var iðkendafjöldi bogfimideildar kominn niður í 6 einstaklinga. Við það að komast í viðunandi aðstæður innandyra fór starfsemin að blómstra og sl. vor voru um 60 manns að æfa bogfimi hjá félaginu. Árangur iðkendanna hefur verið afar góður og fjölmargir titlar unnist, ásamt því að 8 keppendur frá Akri kepptu á Norðurlandamóti ungmenna. Einnig átti félagið keppanda á Evrópubikarmóti ungmenna og fullorðna á árinu og tvo keppendur á heimsmeistaramótinu í Suður-Kóreu nú í haust.

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00