Fara í efni
Umræðan

AkureyrarAkademían 15 ára

Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi var stofnað árið 2006 og átta árum síðar tók AkureyrarAkademían við rekstri og starfsemi þess og í ár fögnum við 15 ára starfsafmæli.

Hlutverk AkureyrarAkademíunnar, eins og forverans, er að bjóða háskólanemum og þeim sem sinna fræði- og ritstörfum upp á aðstöðu til að vinna að hugðarefnum sínum með því að starfrækja fræða- og menningarsetur hér í bænum og að skapa brú milli fræða og samfélags með miðlun og samstarfi við almenning, fyrirtæki, stofnanir og opinbera aðila.

Innan veggja Akademíunnar fer fram mjög öflugt og fjölbreytt fræðastarf. Góður andi er í hópnum og allir sem vilja nýta sér aðstöðuna eru velkomnir. Starfsaðstöðunni fylgja húsgögn, nettenging, aðgangur að prentara og sameiginlegri aðstöðu eins og fundarherbergi og eldhúsaðstöðu.

Akademían kappkostar að efla tengslin við aðrar systurstofnanir eins og ReykjavíkurAkademíuna. Einnig erum við með formlegt samstarf við Háskólann á Akureyri og fyrr á þessu ári var gerður samstarfssamningur við Akureyrarbæ sem felur í sér að bjóða einstaklingum sem vinna að þróun að nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna upp á vinnuaðstöðu í húsnæði AkAk sem Akureyrarbær greiðir fyrir.

Nánar er hægt að kynna sér starfsemina á heimasíðu AkAk - www.akak.is

Sigurgeir Guðjónsson er ritari stjórnar AkureyrarAkademíunnar.

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00