Fara í efni
Umræðan

Af köttum og bæjarfulltrúum

Stóra kattamálið hefur vakið landsathygli og margir hafa á því skoðun. Það er reyndar furðulegt að heyra og sjá yfirlýsingar í þessu máli og sumir lýsa köttum sem hinum verstu óargadýrum og upphrópanir standast sjaldan skoðun. Auðvitað setja kettir mark sitt á umhverfið eins og öll dýr og fuglar sem eiga samleið með okkur í þéttbýlinu. En að kettir ryðjist inn á heimil fólks í stórum stíl mígandi og drullandi eru auðvitað ýkjur. Í langflestum tilfellum lifa kettir og menn í sátt og samlyndi.

Dýralæknafélag Íslands hefur ályktað gegn þessu banni og skoðun þeirra er afdráttarlaus. Að mati félagsins er ákvörðun Akureyrarbæjar illa undirbúin, segir í frétt RÚV.Það virðist ekki hafa verið lögð mikil vinna í að skoða þessa ákvörðun. Þetta kemur mjög illa við marga kattaeigendur og í raun og veru er verið að vega að eðlislegu atferli kattarins og velferð hans,“ segir Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélagsins, í viðtali við RÚV.

Fleira er tiltekið og m.a. að áhrif katta á fuglastofna sér stórlega ofmetinn. „Það eru rannsóknir bæði frá Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem engin fylgni er með því að lausagöngubann hafi einhver áhrif á fuglastofninn,“segir Bára.

Staðreynd málsins er einfaldlega. Þessi ákvörðun sjö bæjarfulltrúa á Akureyri er mjög vond stjórnsýsla, algjörlega óundirbúin og þeim sem hana tóku til skammar. Auðvitað á að rýna svona mál og opna gildandi reglur og endurskoða í samráði við fagaðila. Nefndir bæjarins eru sá vettvangur sem á að nota til slíkrar skoðunar en á ekki að vera ákvörðun bæjarfulltrúa sem að því virðist í tilfinningalegu uppnámi vegna fordóma í garð katta. Það hafa verið í gildi reglur í nokkur ár en ekkert farið eftir þeim og eftirfylgni engin. Að ætla síðan að afnema þær reglur og búa til nýjar án nokkurar umræðu verður bara að kalla réttu nafni, stjórnsýslulegt fúsk.

Bæjarstjórn getur bjargað sér út úr þessu máli og þeirri skömm sem þeir hafa skapað Akureyri með því að afturkalla þessa samþykkt og koma málum í formlega endurskoðun þeirra reglna sem í gildi eru í samvinnu við fagaðila og bæjarbúa.

Jón Ingi Cæsarsson er fv. formaður umhverfisnefndar Akureyrar.

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00