Fara í efni
Umræðan

18 einbýlishúsalóðir auglýstar í Móahverfi

Lóðirnar 18 sem Akureyrarbær auglýsir lausar til umsóknar.

Akureyrarbær hefur á ný auglýst eftir kauptilboðum í einbýlishúsalóðir í Móahverfi. Þegar auglýst var eftir tilboðum sl. vor var um að ræða 20 lóðir en núna eru 18 eftir. Tilboðum í byggingarrétt þarf að skila inn rafrænt gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir hádegi þann 2. október nk.

Lóðirnar sem um ræðir eru við Heiðarmóa, Háamóa, Hagamóa og Hlíðarmóa. Heimilað byggingarmagn á þessum lóðum er frá 180 fermetrum upp í 300 fermetra.

Samkvæmt skipulagi hverfisins er þar gert ráð fyrir 960-1.100 íbúðum samtals og þegar er búið að úthluta lóðum fyrir um 450 íbúðir.

Í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar eru upplýsingar um hvernig hægt sé að kynna sér úthlutunarskilmála, skoða yfirlitsmynd af auglýstum lóðum og deiliskipulag hverfisins, auk annarra gagna.

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30