Fara í efni
Pistlar

Um 1200 börn bólusett við Covid á Akureyri

Valur Helgi Kristinsson, heimilislæknir, var einn þeirra sem bólusetti á slökkvistöðinni á Akureyri í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Um 600 börn voru bólusett við Covid-19 á Akureyri í dag og álíka mörg í gær. Öllum 5 til 11 ára börnum í bænum stendur bólusetning til boða – um 2000 börnum – en foreldrar eða aðrir forráðamenn ákveða hvort boðið er þegið og skrá þá barnið.

„Þetta hefur gengið mjög vel og við erum ánægð með 60% mætingu,“ sagði Inga Lára Símonardóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri, þegar blaðamaður ræddi við hann síðdegis á slökkvistöðinni, þar sem bólusett er sem fyrr.

Flest börnin báru sig vel og voru ánægð með að fá svalardrykk og límmiða að gjöf á eftir, að bíómynd væri á stórum skjá þar sem þau settust niður um stund eftir bólusetningu – og ekki var áhuginn minnstur á þessum fallega gervieldi, sem slökkviliðsmenn höfðu komið fyrir á stöðinni.

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Lagning

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. mars 2024 | kl. 11:30

Í leikhúsi hugans

Jón Óðinn Waage skrifar
17. mars 2024 | kl. 11:50

Hvar fær maður svona engisprettu?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:00

Hin evrópska olía: Olea europaea L.

Sigurður Arnarson skrifar
13. mars 2024 | kl. 10:25

Siginn fiskur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
11. mars 2024 | kl. 11:30

Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 8; Æsustaðir

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
11. mars 2024 | kl. 10:30