Fara í efni
Pistlar

Þrjár lóðir við Hulduholt lausar til umsóknar

Lóðirnar þrjár eru afmarkaðar á þessari afstöðumynd. Húsið með rauða þakinu er Sandgerði, sem byggt var árið 1923, en telst nú standa á lóðinni Hulduholti 26. Mynd: Akureyrarbær.

Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa þrjár lóðir við Hulduholt lausar til umsóknar, eftir deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var nýverið. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 18. nóvember.

Hulduholt stendur á klöppunum ofan smábátahafnarinnar í Sandgerðisbót og er ein af götunum í hinu nýja Holtahverfi norður. Lóðirnar sem nú eru auglýstar eru þær síðustu við þessa götu. Nýlega var samþykkt deiliskipulagsbreyting þar sem leyfilegt byggingarmagn á tveimur af þessum þremur lóðum er minnkað og því heimilt að byggja minni hús en skv. upphaflegu deiliskipulagi.

Lóðirnar þrjár eru þessar, skv. frétt á vef Akureyrarbæjar:

  • Hulduholt 18 - gert ráð fyrir parhúsi á tveimur hæðum, samtals 315-420 fermetrar.
  • Hulduholt 20-24 - gert ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi á tveimur hæðum, samtals 504-728 fermetrar.
  • Hulduholt 31 - gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð, auk kjallara, að hámarki 276 fermetrar.

Á vef Akureyrarbæjar er hægt að nálgast mæliblöð fyrir lóðirnar og úthlutunarskilmála. Umsóknarfrestur rennur út á hádegi þriðjudaginn 18. nóvember.

Núvitund á mannamáli

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
04. nóvember 2025 | kl. 10:00

Á Miðhúsum

Jóhann Árelíuz skrifar
02. nóvember 2025 | kl. 06:00

Losnaði aldrei við höfuðverkinn

Orri Páll Ormarsson skrifar
31. október 2025 | kl. 18:00

Vorboðinn ljúfi

Sigurður Arnarson skrifar
29. október 2025 | kl. 09:30

Tár

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
28. október 2025 | kl. 11:00

Hús dagsins: Aðalstræti 2

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
26. október 2025 | kl. 22:00