Fara í efni
Pistlar

Þórsarar komast áfram með sigri í kvöld

Reynir Róbertsson hefur leikið afar vel með Þórsliðinu undanfarið. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið Þórs í körfubolta mætir Skallagrímsmönnum í Borgarnesi í kvöld í úrslitakeppni 1. deildarinnar í körfubolta. Með sigri í kvöld komast Þórsarar áfram í undanúrslit; þrjá sigra þarf til þess, Þór hefur þegar unnið tvo leiki en Skallagrímur einn.

Leikirnir hafa allir verið æsispennandi. Skallagrímur vann fyrst í Íþróttahöllinni á Akureyri með tveggja stiga mun, Þórsarar gerðu slíkt hið sama í Borgarnesi og unnu svo heimaleikinn um síðustu helgi með eins stigs mun.

Vinni Skallagrímur í kvöld verður oddaleikur á Akureyri næsta laugardagskvöld.

Leikurinn verður sýndur beint á veo-live rás Skallagríms. Til að horfa þarf að hlaða niður appi í símann og skrá sig inn, en ekkert kostar að horfa.

Rámur kálfur í túnjaðri

Jóhann Árelíuz skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Jävla Öxnabrekkan

Orri Páll Ormarsson skrifar
17. október 2025 | kl. 12:00

Skáldið Jónas Þorbjarnarson (1960-2012)

Arnar Már Arngrímsson skrifar
16. október 2025 | kl. 08:30

Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré

Sigurður Arnarson skrifar
15. október 2025 | kl. 10:00

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00