Fara í efni
Pistlar

Súpufundur með biskupi Íslands í Glerárkirkju

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, hefur verið á ferð um Norðurland í vikunni og í dag, laugardag, verður opinn súpufundur með biskupi í Glerárkirkju á milli klukkan 12.00 og 14.00. 

„Nokkra daga á ári flytur biskup Íslands skrifstofu sína í hvern landshluta og er það liður í að efla tengsl innan kirkjunnar og stytta boðleiðir milli kirkjufólks um land allt og biskups. Fyrir áramót fluttu Guðrún og samstarfsfólk hennar skrifstofur sínar austur á Hérað og í nóvember á Hellu á Suðurlandi,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar, kirkjan.is.

Í samtali við kirkjan.is segist segist Guðrún hlakka mikið til þess að heimsækja Norðurland. „Þetta er svo skemmtilegt og hinar heimsóknirnar tókust svo vel til að það er alveg fullt tilefni til þess að líta til næstu daga með mikilli bjartsýni,“ segir hún. „Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði fyrir nokkru síðan og nú erum við búin að prófa hana tvisvar og það er engin spurning með árangurinn.“

Á morgun verður biskup við messu í Húsavíkurkirkju kl. 11.00 og í Neskirkju í Aðaldal kl. 14.00. Með henni í för eru Eva Björk Valdimarsdóttir biskupsritari og Heimir Hannesson samskiptastjóri.

Djúpstæð augu sviðakjammanna

Jóhann Árelíuz skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Einmanaleiki

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Krúttlegasti knattspyrnuvöllur í heimi

Orri Páll Ormarsson skrifar
14. nóvember 2025 | kl. 11:30

Ástand lands og landlæsi. Seinni hluti: Afneitun

Sigurður Arnarson skrifar
12. nóvember 2025 | kl. 09:30

„Brave“

Michael Jón Clarke skrifar
10. nóvember 2025 | kl. 17:00

Hús dagsins: Aðalstræti 40 (Bibliotekið)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
10. nóvember 2025 | kl. 06:00