Fara í efni
Pistlar

Skógarböðin: Nýr hluti tekinn í gagnið

Fyrstu gestir Skógarbaðanna komnir yfir í nýja hlutann í gærkvöldi. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Gestum Skógarbaðanna var í fyrsta skipti hleypt í nýjan hluta þeirra í gærkvöldi. Baðlónið er þar með orðið liðlega tvöfalt stærra en áður; hefur verið stækkað úr 500 fermetrum í 1200.

Í stað þess að klippa á borða, eins og gjarnan er gert við slík tilefni, skaut Finnur Aðalbjörnsson upp nokkrum flugeldum og síðan var gestum boðið að gjöra svo vel. Bæði var um að ræða hóp gesta sem komið hafa að stækkunininni með einhverjum og fólk sem var á staðnum – og tímamótin komu mörgum þeirra greinilega skemmtilega á óvart. 

Þegar komið var yfir í nýja hlutann tók Rúnar Eff á móti gestum með spili og söng og vert er að geta þess að á morgun verða fyrstu tónleikarnir í nýjum hluta Skógarbaðanna þegar Hvanndalsbræður hefja leik klukkan 20.30.

Í tilefni dagsins er aðgangseyrir í Skógarböðin á hálfvirði í dag - á 3.450 krónur.

Mynd: Axel Darri Þórhallsson

Horft yfir nýja hluta Skógarbaðanna. Mynd: Axel Darri Þórhallsson

Mynd: Axel Darri Þórhallsson


Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, stærstu eigendur Skógarbaðanna, og Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit sem færði þeim forláta ljósmynd að gjöf í tilefni tímamótanna. Mynd: Axel Darri Þórhallsson.

Kjartan Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna. Mynd: Axel Darri Þórhallsson

Hvor var betri, Tommi eða Kóki?

Orri Páll Ormarsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00

ʻŌhiʻa Lehua

Sigurður Arnarson skrifar
21. janúar 2026 | kl. 10:00

Vökustaurar

Jóhann Árelíuz skrifar
18. janúar 2026 | kl. 06:00

Runnkennt elri til landgræðslu - Seinni hluti: Tegundir

Sigurður Arnarson skrifar
14. janúar 2026 | kl. 09:45

Hreyfing – þegar gæði skipta meira máli en magn

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Þekking

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 09:45