Sameinast í friðarstund í Hrísey á morgun

Hópur kvenna stendur fyrir viðburði í Hrísey á morgun, sunnudag, þar sem sent verður út friðarákall úr norðri og kallast á við Friðarsúluna í Viðey.
„Sameinumst í friðarstund úti í Hrísey sunnudaginn 6. október. Samveran á sér stað utandyra og því hvetjum við öll til að klæðast eftir veðri og jafnvel að taka með nesti,“ segir í tilkynningu frá hópnum. „Eigum saman notalega stund og sendum hlýjar kveðjur og kærleiksstrauma út í kosmósið. Við munum ganga saman frá ferjunni að áfangastað en eins og flest vita þá er Hrísey sannkölluð orkuperla. Við munum hlýða á bæði hugvekju og söng. Hvetjum öll til að koma og vera með okkur. Kærleikskveðjur.“
Hópurinn mun hittast í ferjunni á bryggjunni á Árskógsströnd. Ferjan fer þaðan kl. 13.30. Hún fer á tveggja tíma fresti og heimferð verður því á valdi hvers og eins. Sundlaugin er opin að því er segir í kynningunni, „þar sem hægt er að láta líða úr sér og njóta, en ekki þjóta...“


Eldhúsdagsumræður

Lýsið frá Tona og Jónda

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig“
