Fara í efni
Pistlar

Lumarðu á nafni á nýjan áningarstað í Hrísey?

Fyrrverandi steypustöð öðlast nýtt líf sem áningarstaður í Hrísey. Mynd: Guðný Pálína Sæmundsdóttir

Ný gönguleið hefur verið tekin í notkun meðfram vesturströnd Hríseyjar, segir í frétt á vef Akureyrarbæjar. Á þeirri leið er gömul aflögð steypustöð sem nú hefur verið breytt í áningarstað. Á vef bæjarins er óskað eftir hugmyndum um nafn á staðinn, og hægt að senda inn tillögur hér

Nestisbekk verður komið fyrir þar sem gestir geta notið útsýnisins og fengið góða hvíld í fallegu umhverfi, en staðurinn er hannaður af Einari Sigþórssyni, arkitekt hjá skipulagsdeild Akureyrarbæjar. Stálsmiðjan Útrás ehf sá um smíðina.

Ný og aðgengileg gönguleið

Áningarstaðurinn er hluti af nýrri 4,5 km langri hringleið sem liggur um vesturhluta Hríseyjar. Leiðin samanstendur af nýjum stíg meðfram ströndinni, auk eldri slóða og vegbúta sem fyrir eru. Á leiðinni má m.a. komast að fallegri sandströnd sem hentar vel til sjóbaða, auk þess sem oft er hægt að sjá bæði seli og fjölbreytt fuglalíf. Leiðin liggur einnig yfir flugvöllinn – sem er sjaldan notaður – og að fuglaskoðunarsvæðinu við Lambhagatjörn.

Gönguleiðin er aðgengileg og tiltölulega létt, þar sem lítill hæðarmunur er á henni. Hún hentar því fjölbreyttum hópum, allt frá göngu- og hjólafólki til sjósunds iðkenda auk fuglaáhugafólks, segir enn fremur á vef Akureyrarbæjar.

Verkefnið hlaut 11 milljóna króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

Halldóra Margrét Pálsdóttir skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig“

Sveinn Brimar Jónsson skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

Skaðvaldar á birki

Sigurður Arnarson skrifar
25. júní 2025 | kl. 09:30