Fara í efni
Pistlar

Peningarnir búnir og vinnu hætt í bili

Miðgarðakirkja þegar því var fagnað að byggingin var fokheld í september á síðasta ári. Ljósmynd: María Helena Tryggvadóttir

Framkvæmdir við byggingu nýrrar Miðgarðakirkju í Grímsey hafa verið stöðvaðar vegna fjárskorts. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í september 2021. Fljótlega var ákveðið að ráðist yrði í byggingu nýrrar kirkju, en fé sem til var í framkvæmdina nú uppurið; tryggingafé, framlag ríkisstjórnarinnar og þeir fjármunir sem söfnuðust meðal almennings.

„Peningarnir eru búnir, sem við fengum í þetta. Bæði náttúrulega tryggingarféð og það sem var til og svo vorum við búnir að fá mikla og góða styrki alls staðar að úr heiminum eiginlega. En þeir peningar eru hreinlega búnir þannig að verkið er stopp í augnablikinu. Við erum að bíða hvort við getum safnað meiri pening því við viljum ekki fara að setja kirkjuna í stórar skuldir,“ segir Svafar Gylfason, íbúi og sóknarnefndarmeðlimur í Grímsey í samtali við RÚV.

Smellið hér til að sjá frétt RÚV

Í Davíðshúsi

Sigurður Ingólfsson skrifar
28. september 2023 | kl. 09:00

Magnolíur – Fornar og fallegar

Sigurður Arnarson skrifar
27. september 2023 | kl. 09:30

Minningabrot í hringformi

Rakel Hinriksdóttir skrifar
22. september 2023 | kl. 12:00

Að eldast með reisn

Sigurður Arnarson skrifar
20. september 2023 | kl. 12:12

Hús dagsins: Litli-Hvammur

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. september 2023 | kl. 08:25

Litla gula hænan

Sigurður Ingólfsson skrifar
17. september 2023 | kl. 12:30