Fara í efni
Pistlar

Opið fyrir skráningu á Pollamót í körfubolta

Frá síðasta Pollamóti Þórs í körfubolta í fyrra, sem „var það allra fjölmennasta frá upphafi og komust færri að en vildu,“ eins og segir í tilkynningu.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Pollamót Þórs í körfuknattleik sem fer fram 3. og 4. október í haust. „Mótið í fyrra var það allra fjölmennasta frá upphafi og komust færri að en vildu,“ segir í tilkynningu frá Þórsurum „og hvetur mótsnefnd lið til að ganga frá skráningu sem fyrst.“

Mótið hefst seinnipart föstudags auk þess sem spilað verður allan laugardaginn. Loks verður vegleg matarveisla og lokahóf á laugardagskvöldinu, að því er segir í tilkynningunni. Sem fyrr verður keppt í þremur flokkum: Karlar 25 til 39 ára; karlar 40 ára og eldri og konur 20 ára og eldri.

„Síðasta mót var það best heppnaða frá upphafi og skemmtu keppendur sér afar vel frá morgni og fram á rauða nótt. Aðstandendur Pollamóts Þórs í körfuknattleik stefna að því að mótið í ár verði glæsilegra og stærra en nokkru sinni fyrr.“

Þeir sem eru áhugasamir um að skrá lið til leiks er bent á að hafa samband við mótsnefnd með því að senda tölvupóst á pollamotkarfa@gmail.com.

Skógarfuglinn músarrindill

Sigurður Arnarson skrifar
21. maí 2025 | kl. 09:00

Chelsea

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
19. maí 2025 | kl. 11:30

Kattaraugun

Jóhann Árelíuz skrifar
18. maí 2025 | kl. 06:00

Ofvirkir unglingar að æpa á róandi?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
17. maí 2025 | kl. 09:00

Hvernig koma á Skoda upp brekku

Orri Páll Ormarsson skrifar
16. maí 2025 | kl. 15:00

3+30+300

Sigurður Arnarson skrifar
14. maí 2025 | kl. 09:20