Fara í efni
Pistlar

Ólafur Aron frá Þór – töluverðar breytingar

Ólafur Aron Pétursson rær á önnur mið eftir tvö keppnistímabil með Þór. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Töluverðar breytingar verða á leikmannahópi Þórs í knattspyrnu fyrir næstu leiktíð frá því sem hann var í sumar.

Á kynningarkvöldi knattspyrnudeildar í gærkvöldi var greint frá því að nokkrir leikmenn sem voru með Þór í sumar væru á förum;

  • Miðjumaðurinn Ólafur Aron Pétursson hverfur á braut, en hann lék með Þór 2020 og á nýliðnu tímabili. Ólafur Aron hóf ferilinn í KA en hefur einnig leikið með Magna.
  • Þórsarar fengu markvörðinn Daða Frey Arnarsson að láni frá FH, eftir að Aron Birkir Stefánsson og Auðunn Ingi Valtýsson meiddust báðir fyrir mót. Daði heldur suður á ný.
  • Gert ráð fyrir að Aron Birkir verði leikfær næsta sumar, en hann missti af öllu nýliðnu keppnistímabili vegna meiðsla
  • Hinn ungi Auðunn Ingi verður aðalmarkvörður þar til Aron Birkir verður klár í slaginn, og eftir það munu þeir berjast um stöðuna.
  • Alvaro Montejo lék með Þór framan af sumri en fékk leyfi til að halda heim til Spánar á ný.
  • Franski framherjinn Dominiqe Malonga tók þátt í tveimur leikjum með Þór, kom meiddur til félagsins og var sendur heim.
  • Guðni Sigþórsson tók þátt í sjö leikjum í sumar en skipti yfir í Magna á miðju tímabili.
  • Jakob Snær Árnason var með Þór í 11 leikjum en skipti yfir í KA um mitt sumar.
  • Jóhann Helgi Hannesson, markahæsti leikmaður Þórs frá upphafi, lagði skóna á hilluna eftir að keppnistímabilinu lauk í haust.
  • Liban Abdulahi, hollensk-sómalskur miðjumaður, verður ekki áfram með Þór.
  • Petar Planic, króatískur miðvörður, verður ekki áfram hjá Þór.

Þorlákur Árnason, nýráðinn þjálfari, lagði áherslu á að ungir, uppaldir Þórsarar myndu fái tækifæri næsta sumar. Einn þeirra, Nikola Kristinn Stojanovic, var í sumar lánaður til KF í Fjallabyggð en kemur til baka. Þorlákur sagði að leikmenn yrðu fengnir í nokkrar ákveðnar stöður til að styrkja liðið; miðvörðurinn Jordan Damachoua er einn þeirra, eins og Akureyri.net greindi frá í gærkvöldi. Áður hafði verið samið við útherjann Harley Willard sem lék með Víkingi frá Ólafsvík. Gera má ráð fyrir að Þór semji við einn til tvo að auki.

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15

Kanínuholan sem ekki er hægt að klípa sig frá

Rakel Hinriksdóttir skrifar
24. apríl 2024 | kl. 06:00

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00