Fara í efni
Pistlar

Forskot tekið á sumarsæluna

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Sumardagurinn fyrsti rennur upp á morgun en segja má að sumri hafi verið þjófstartað: rjómablíða hefur verið í Eyjafirði frá því í byrjun vikunnar.

Einhver kann að halda því fram að mánudagurinn hafi verið hinn óformlegi fyrsti dagur sumars að þessu sinni. Hiti mældist þá 15,1 stig á Torfum í Eyjafirði, náði reyndar ekki 10 gráðum í gær en íbúar fjarðarins fagra kippa sér varla upp við það enda veðrið engu að síður afbragðsgott þegar sólin skín í logninu. 

Enn er boðið upp á blíðu í dag og ekki útlit fyrir að í nótt frjósi milli sumars og vetrar. Samkvæmt þjóðtrúnni boðar frost aðfararnótt sumardagsins fyrsta gott veður um sumarið en ólíklegt er að það skipti Akureyringa máli. Þeir standa alltaf í þeirri trú að veðrið sé gott, það var að minnsta kosti alltaf gott í gær, að því er sumir segja ...

Fyrsti sláttur er jafnan fréttaefni og því var gleðilegt að sjá starfsmenn íþróttafélagsins Þórs við þá iðju á knattspyrnuvelli félagsins í gær. Sumarið hlýtur að vera mætt, þótt ekki sé nema vegna þessa. Veturinn er þó ekki langt undan, eins og sjá á myndinni.

Gangstétt varð gúmmíi að bráð

Orri Páll Ormarsson skrifar
03. maí 2024 | kl. 16:30

Tengsl sitkagrenis við verkalýðsfélög

Skapti Hallgrímsson skrifar
01. maí 2024 | kl. 10:10

Hús dagsins: Gamli Skóli; Eyrarlandsvegur 28

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
30. apríl 2024 | kl. 06:45

Kartöflur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
29. apríl 2024 | kl. 11:30

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15

Kanínuholan sem ekki er hægt að klípa sig frá

Rakel Hinriksdóttir skrifar
24. apríl 2024 | kl. 06:00