Fara í efni
Pistlar

Miklar tilslakanir á laugardaginn

Miklar tilslakanir verða á sóttvarnaraðgerðum hér á landi strax á laugardag. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis þess efnis, sem ræddar voru á fundi ríkisstjórnar í morgun.

Breytingarnar, sem taka gildi á laugardag og gilda í þrjár vikur, eru þessar skv. heimasíðu stjórnarráðsins:

  • Full af­köst í lík­ams­rækt og í sundi, 75% af­kasta­leyfi af­numið.
  • 200 manns mega koma sam­an á hvers kon­ar æf­ing­um og keppn­i í íþrótt­um og sviðslist­um.
  • Eins meters regla fell­ur á sitj­andi viðburðum – áfram gild­ir grímu­skylda.
  • Leyfi­leg­ur há­marks­fjöldi gesta á veit­inga­stöðum fer úr 100 í 200 í rými.
  • Leyfi til að halda sitj­andi viðburði með allt að 500 manns, án fjar­lægðatak­mark­ana, verða út­færð með notk­un hraðprófa.
  • Áfram verður 200 manna sam­komutak­mörk al­menn regla og regl­ur um grímu­skyldu hald­ast óbreytt­ar.

Á vef Stjórnarráðsins segir að á næstu dögum verði unnið að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að hægt verði að hafa allt að 500 manns í hólfi á sitjandi viðburðum og engin fjarlægðarmörk gegn hraðprófum. Sú útfærsla verður unnin í nánu samráði við þau sem standa fyrir stórum viðburðum.

Reglum um sóttkví var breytt í vikunni með það að markmiði að þær séu síður íþyngjandi og settar hafa verið reglur um sjálfspróf og reglur um hraðpróf uppfærðar.

„Temprun á útbreiðslu smita virðist ákjósanlegasta og ábyrgasta leiðin til þess að koma íslensku samfélagi smám saman úr hættuástandi vegna Covid-19. Það felur í sér að í stað þess að bæla niður smit með hörðum aðgerðum eða leyfa veirusmitum að ganga óheftum yfir samfélagið er stefnt að því að viðhafa aðgerðir og ráðstafanir sem hægja á útbreiðslu veirunnar,“ segir á vef Stjórnarráðsins.

„Þessi aðferð er að verulegu leyti í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi. Stefnt er að því að aðferðafræði temprunar gildi í takmarkaðan tíma, nema alvarlegar breytingar verði á eðli faraldursins, til dæmis vegna nýrra afbrigða. Temprun smita felur í sér að tekin eru skref í átt að frekari opnun en álag vegna veikinda dreifist á lengra tímabil heldur en ef aðgerðir eru aflagðar í einu vetfangi.“

Nánar hér

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00

Balsaviður

Sigurður Arnarson skrifar
17. apríl 2024 | kl. 09:30

Sígildar sögur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. apríl 2024 | kl. 11:30

Mikilvægi Lystigarðsins fyrir lýðheilsu

Sigurður Arnarson skrifar
10. apríl 2024 | kl. 11:00

Sparksleði

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
08. apríl 2024 | kl. 11:30