Fara í efni
Pistlar

Menntabúðir Eymennt fagna 10 ára afmæli

Menntabúðirnar eru vettvangur fyrir kennara af öllum skólastigum til að deila reynslu sinni með kynningum og umræðum. Mynd: Aðsend.

Menntabúðir Eymennt voru haldnar í Hrafnagilsskóla nýverið. Að þessu sinni voru 130 þátttakendur skráðir, frá 19 skólum í 10 sveitarfélögum, og í tilkynningu segir að viðburðurinn marki 10 ára starfsafmæli Eymenntar.

Eymennt hóf göngu sína sem samstarfsverkefni fjögurra skóla á Norðurlandi – Hrafnagilsskóla, Brekkuskóla á Akureyri, Þelamerkurskóla og Dalvíkurskóla – og eru þeir enn í forsvari. Síðan þá hefur verkefnið stækkað og er nú leitt af samtals átta skólum og stofnunum. Menntabúðirnar eru opnar öllu áhugasömu skólafólki af öllum skólastigum, og öðrum sem koma að skólastarfi, en eru ekki takmarkaðar við starfsfólk umsjónarskólanna.

130 þátttakendur frá öllum skólastigum deila reynslu sinni

Breiddin í hópnum var mikil og meðal þátttakendanna 130 voru fulltrúar allra skólastiga, allt frá leikskólum upp á háskólastig. Áhersla er lögð á stuttar kynningar um afmörkuð efni sem veita tilefni til spurninga og umræðu. Markmiðið er að skólafólk deili reynslu, t.d. um ný verkefni eða kennsluaðferðir, án þess að þurfa að vera sérfræðingar í viðfangsefninu.

Þátttakendur skiptast á að vera fyrirlesarar og nemendur og starfið er á jafningjagrundvelli. Mynd: Aðsend.

Í tilkynningunni segir að viðburðurinn byggir að hluta á alþjóðlegu hugmyndafræðinni um Menntabúðir (EdCamp). Grundvallarhugmyndin byggist á jafningjafræðslu og þátttakendur skiptast á að vera fyrirlesarar og nemendur. Allir sem koma að verkefninu gefa vinnu sína - enginn fær greitt fyrir að halda erindi og enginn þarf að greiða fyrir að koma og vera með.

Milli kynninga er boðið upp á kaffiveitingar og segir í tilkynningunni að sá tími nýtist sem vettvangur fyrir þátttakendur til að hittast og spjalla, en samræður og reynslumiðlun í kaffihléum hafi frá upphafi verið talin mikilvægasti hluti menntabúðanna.

ʻŌhiʻa Lehua

Sigurður Arnarson skrifar
21. janúar 2026 | kl. 10:00

Vökustaurar

Jóhann Árelíuz skrifar
18. janúar 2026 | kl. 06:00

Runnkennt elri til landgræðslu - Seinni hluti: Tegundir

Sigurður Arnarson skrifar
14. janúar 2026 | kl. 09:45

Hreyfing – þegar gæði skipta meira máli en magn

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Þekking

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 09:45

Lausnin 7/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. janúar 2026 | kl. 06:00