Fara í efni
Pistlar

Matea áfram – semur við KA/Þór til vors 2027

Matea Lonac er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði KA/Þórs. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Markvörðurinn Matea Lonac hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handboltalið KA/Þórs og er nú samningsbundin til vors 2027. Hún hefur verið einn besti markvörður landsins undanfarin ár.

Matea gekk til liðs við KA/Þór árið 2019 og var lykilmaður þegar Stelpurnar okkar urðu deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar árið 2021 og sigruðu auk þess í meistarakeppni HSÍ – urðu þá Meistarar meistaranna.

KA/Þór tryggði sér nýverið sæti í deild þeirra bestu á ný eftir að liðið fór taplaust í gegnum Grill66 deildina og var Matea með flest varin skot í deildinni, að því er segir á vef KA þar sem greint var frá samningnum í gær.

„Tvívegis hefur Matea verið kjörin leikmaður ársins hjá KA/Þór og er hún ákaflega vel liðin hér fyrir norðan. Matea sem varð 33 ára á dögunum hefur leikið alls 140 leiki fyrir KA/Þór í deild, bikar og Evrópu og ljóst að þeir leikir verða enn fleiri,“ segir í tilkynningunni á heimasíðu KA.

Örlítið brot frá unglingsárum

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
09. maí 2025 | kl. 06:00

Barkarbjöllur – ógn við íslenska skóga

Sigurður Arnarson skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:45

Serie A

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 11:30

Uppá eldhússkápnum

Jóhann Árelíuz skrifar
04. maí 2025 | kl. 10:00

Heilbrigt vantraust

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. maí 2025 | kl. 06:00

Njósnir í skólastofunni

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
03. maí 2025 | kl. 07:45