Fara í efni
Pistlar

Listaverk við inngang ÚA lýst upp og hreinsað

Myndir: Rakel Hinriksdóttir

Listaverkið 'Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar', sem stendur við inngang fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa við Fiskitanga, hefur verið lýst upp. Verkið er eftir Kristin E. Hrafnsson og var gjöf Akureyrarbæjar til félagsins í tilefni af fimmtíu ára afmælinu 26. maí 1995.
Í tengslum við 80 ára afmæli ÚA á þessu ári var ákveðið að hreinsa verkið og mála. Því verki lauk í maí. Með því að lýsa listaverkið upp nýtur það sín vel allan sólarhringinn.

Listaverkið er eins og nýtt

„Við ákváðum að hreinsa og mála listaverkið í tilefni 80 ára afmælisins, enda orðið þrjátíu ára gamalt og kominn tími á eðlilegt viðhald, segir Ingvi Óðinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Samherja. „Verkið var í upphafi á öðrum stað, þá var það lýst upp og úr því hefur nú verið bætt á nýjan leik. Ég er afskaplega ánægður með útkomuna, listaverkið er sem nýtt. Að hugsa vel um verkið er líka ákveðin virðing fyrir listamanninum og Akureyrarbæ, sem færði okkur verkið að gjöf á sínum tíma.“

Þúsund ær á fæti

Jóhann Árelíuz skrifar
21. desember 2025 | kl. 06:00

Gamla-Gróðrarstöðin og garðyrkjuskólinn sem aldrei varð

Sigurður Arnarson skrifar
17. desember 2025 | kl. 10:00

Þakklæti

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 06:00

Þegar mamma eyðilagði jólin

Þráinn Lárusson skrifar
14. desember 2025 | kl. 17:00

Orustan um Waterloo

Jóhann Árelíuz skrifar
14. desember 2025 | kl. 06:00

Gefjun skóp ekki annan Játvarð Loðvík

Orri Páll Ormarsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 12:00