Fara í efni
Pistlar

Lausir hundar valda skemmdum á Jaðarsvelli

Eins og sjá má eru ófögur ummerki á 5. flöt Jaðarsvallar eftir lausagöngu hunda. Mynd: Facebook GA.

Undanfarið hafa orðið skemmdir á golfvelli Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri, sem rekja má til lausagöngu hunda. Vegna úrkomu upp á síðkastið er völlurinn víða mjög blautur og sérstaklega eru flatirnar viðkvæmar fyrir ágangi.

Hluti af almennu göngustígakerfi Akureyrar liggur gegnum golfvölllinn að Jaðri og öllum er heimil umferð um stígana. Til dæmis er vinsælt að ganga, hlaupa eða hjóla inn í Naustaborgir eftir stíg sem byrjar við undirgöngin undir Miðhúsabraut. Skammt frá þessum undirgöngum liggur 5. brautin á Jaðarsvelli meðfram stígnum og það er einmitt á 5. flötinni sem skemmdir hafa orðið. Svo virðist sem hundur eða hundar hafi hlaupið um á flötinni og skilið eftir sig talsverð ummerki á annars sléttu yfirborði flatarinnar.

Lausaganga hunda er að sjálfsögðu bönnuð á þessum göngustígum, eins og annars staðar í bæjarlandi Akureyrar, og á Facebook-síðu sinni ítrekar klúbburinn við þá sem eiga leið um að virða þetta bann.

Hvor var betri, Tommi eða Kóki?

Orri Páll Ormarsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00

ʻŌhiʻa Lehua

Sigurður Arnarson skrifar
21. janúar 2026 | kl. 10:00

Vökustaurar

Jóhann Árelíuz skrifar
18. janúar 2026 | kl. 06:00

Runnkennt elri til landgræðslu - Seinni hluti: Tegundir

Sigurður Arnarson skrifar
14. janúar 2026 | kl. 09:45

Hreyfing – þegar gæði skipta meira máli en magn

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Þekking

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 09:45