Fara í efni
Pistlar

KA eygir von um sæti í efri hlutanum

Birgir Baldvinsson fagnaði ógurlega eftir að hann kom KA í 1:0 með skoti frá vítateigslínu þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Myndir: Ármann Hinrik

KA-menn lögðu Framara 2:0 í dag í 20. umferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þrjú nauðsynleg stig bættust þar með í sarpinn, KA fór tímabundið upp í sjötta sæti en færðist niður um eitt eftir að FH og ÍBV gerðu jafntefli í kvöld.

Sex efstu liðin að loknum 22 umferðum halda áfram keppni um Íslandsmeistaratitilinn og KA-menn eygja enn von um sjötta sætið; til þess þurfa þeir að vinna a.m.k. annan leikinn sem eftir er, en ekki er ólíklegt að sigur þurfi í báðum því markatala KA er mun verri en annarra. KA mætir næst Stjörnunni í Garðabæ og fær Vestra í heimsókn í lokaumferðinni.

  • 1:0 – Birgir Baldvinsson braut ísinn á 33. mínútu. Eftir glæsilegan undirbúning Hallgríms Mars Steingrímssonar þrumaði Birnir Snær Ingason í þverslá af stuttu færi, boltinn hrökk út að vítateigslínu til Birgis sem tók hann niður og skoraði með fösti skoti neðst í fjærhornið.
  • 2:0 – Jóan Símun Edmundsson gerði seinna markið aðeins tveimur mínútum eftir að Birgir skoraði. Ingimar Stöle sendi á Færeyinginn sem var á undan varnarmanni og skoraði með lúmsku skoti yst úr vítateignum.

Birgir Baldvinsson lætur vaða frá vítateigslínu og boltinn hafnaði neðst í markhorninu fjær.

Gleðin leyndi sér ekki enda markið afar mikilvægt. Birgir Baldvinsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Ívar Örn Árnason fyrirliði lengst til hægri.

Leikskýrslan

Staðan í deildinni

Nánar síðar

Legið í gottinu

Jóhann Árelíuz skrifar
31. ágúst 2025 | kl. 06:00

Björgum heilsunni hið snarasta

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
30. ágúst 2025 | kl. 06:00

Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt

Sigurður Arnarson skrifar
27. ágúst 2025 | kl. 08:00

Númer

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 11:30

Sól um hádegisbil

Jóhann Árelíuz skrifar
24. ágúst 2025 | kl. 06:00

Orkuveita heilans

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 11:45