KA eygir von um sæti í efri hlutanum

KA-menn lögðu Framara 2:0 í dag í 20. umferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þrjú nauðsynleg stig bættust þar með í sarpinn, KA fór tímabundið upp í sjötta sæti en færðist niður um eitt eftir að FH og ÍBV gerðu jafntefli í kvöld.
Sex efstu liðin að loknum 22 umferðum halda áfram keppni um Íslandsmeistaratitilinn og KA-menn eygja enn von um sjötta sætið; til þess þurfa þeir að vinna a.m.k. annan leikinn sem eftir er, en ekki er ólíklegt að sigur þurfi í báðum því markatala KA er mun verri en annarra. KA mætir næst Stjörnunni í Garðabæ og fær Vestra í heimsókn í lokaumferðinni.
- 1:0 – Birgir Baldvinsson braut ísinn á 33. mínútu. Eftir glæsilegan undirbúning Hallgríms Mars Steingrímssonar þrumaði Birnir Snær Ingason í þverslá af stuttu færi, boltinn hrökk út að vítateigslínu til Birgis sem tók hann niður og skoraði með fösti skoti neðst í fjærhornið.
- 2:0 – Jóan Símun Edmundsson gerði seinna markið aðeins tveimur mínútum eftir að Birgir skoraði. Ingimar Stöle sendi á Færeyinginn sem var á undan varnarmanni og skoraði með lúmsku skoti yst úr vítateignum.
Birgir Baldvinsson lætur vaða frá vítateigslínu og boltinn hafnaði neðst í markhorninu fjær.
Gleðin leyndi sér ekki enda markið afar mikilvægt. Birgir Baldvinsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Ívar Örn Árnason fyrirliði lengst til hægri.
Nánar síðar


Björgum heilsunni hið snarasta

Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt

Númer

Sól um hádegisbil
