Fara í efni
Pistlar

Jóna Margrét í KA á ný eftir tvö ár á Spáni

Jóna Margrét Arnarsdóttir og Miguel Mateo Castrillo, þjálfari KA. Mynd af heimasíðu KA.

Jóna Margrét Arnarsdóttir, landsliðskona í blaki, er gengin til liðs við KA á ný eftir að hafa leikið í tvö ár með liði Sant Joan d'Alacant í næst efstu deild á Spáni.

„Jóna sem verður 22 ára seinna á árinu er uppalin hjá KA og er gríðarlega öflugur uppspilari,“ segir á heimasíðu KA þar sem tíðindin voru tilkynnt í dag. „Þrátt fyrir ungan aldur býr hún yfir mikilli reynslu en hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki KA aðeins 12 ára gömul. Hún vann sig fljótt inn í stærra og stærra hlutverk í liðinu og tók svo við sem aðaluppspilari KA liðsins í upphafi ársins 2020 er hún var enn aðeins 16 ára gömul.“

Jóna varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari með KA 2022 og 2023 og fór eftir það til kjölfarið til spænska liðsins þar sem hún hefur verið í lykilhlutverki sem aðaluppspilari liðsins, að því er segir á vef KA. 

„Þá hefur Jóna verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og þar áður í öllum yngrilandsliðum Íslands. Í sumar lék hún á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru í Andorra fyrir Íslands hönd í strandblaki ásamt Thelmu Dögg Grétarsdóttur.“

Sjá nánar á vef KA: Jóna Margrét snýr aftur heim

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

Halldóra Margrét Pálsdóttir skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig“

Sveinn Brimar Jónsson skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

Skaðvaldar á birki

Sigurður Arnarson skrifar
25. júní 2025 | kl. 09:30