Fara í efni
Pistlar

Íslandsmeistarabikar á loft hjá KA í kvöld?

Karlalið KA hefur nú þegar unnið bikarkeppnina og deildina og getur bætt Íslandsmeistaratitlinum í safnið í kvöld.

Karlalið KA í blaki tekur á móti liði Þróttar úr Reykjavík í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í blaki, Unbroken-deildinni, í KA-heimilinu í kvöld. KA hefur 2-0 forystu í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

KA vann fyrstu viðureignina í einvíginu á Akureyri 3-0, en önnur viðureignin var jafnari. KA hafði þó sigur á endanum, 3-2, og er því komið í kjörstöðu fyrir heimaleikinn í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna titilinn. 

Karlaliðið er þó ekki alveg jafn hlaðið bikurum og kvennaliðið. Vinni þeir Íslandsmeistaratitilinn verður það aðeins þriðji bikar þeirra á leiktíðinni, en konurnar hafa unnið fjóra. Karlaliðið er bikarmeistari og deildarmeistari og getur bætt Íslandsmeistaratitlinum í safnið í kvöld.

  • Íslandsmót karla í blaki, Unbroken-deildin, úrslitaeinvígi, leikur 3
    KA-heimilið kl. 19:30
    KA - Þróttur R.

Örlítið brot frá unglingsárum

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
09. maí 2025 | kl. 06:00

Barkarbjöllur – ógn við íslenska skóga

Sigurður Arnarson skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:45

Serie A

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 11:30

Uppá eldhússkápnum

Jóhann Árelíuz skrifar
04. maí 2025 | kl. 10:00

Heilbrigt vantraust

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. maí 2025 | kl. 06:00

Njósnir í skólastofunni

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
03. maí 2025 | kl. 07:45