Fara í efni
Pistlar

Hólfaskipt í fjallinu vegna Covid ástands

Hlíðarfjall á fallegum degi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Hlíðarfjall á fallegum degi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Tilkynnt hefur verið um breytt fyrirkomulag á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu vegna Covid-19.

„Sökum fjölda smita vegna Covid-19 undanfarna daga höfum við ákveðið að skipta föstudögum, laugardögum og sunnudögum upp í hólf eða fyrri og seinnipart og lengja opnunartíma á þessum dögum. Vetrarkorsthafar eru undanskildir tímapöntunum og geta komið þegar þeim hentar,“ segir í tilkynningu á vef skíðasvæðisins.

  • Á föstudögum verður opið frá klukkan 11.00 til 19.00 – fyrra hólf verður frá kl. 11.00 til 14.30 og seinna frá klukkan 15.00 til 19.00.
  • Á laugardögum og sunnudögum verður opið frá kl. 09.30 til 17.00 – fyrra hólf frá kl. 09.30 til 13.00 og það seinna frá kl. 13.30 til 17.00.
  • Lyftumiðar fyrir þessa þrjá daga verða settir í sölu klukkan 15.00 á miðvikudögum.
  • Fyrir þessa daga þarf að kaupa lyftumiðana og vasakort; hvort tveggja er selt á heimasíðu Hlíðarfjalls. Auk þess eru vasakortin seld hjá N1 á Akureyri, í Leirunesti og Veganesti.
  • Grímuskylda er innandyra og í röðum utandyra

Þess má geta að lokað er í dag í Hlíðarfjalli vegna veðurs.

Heimsóknavinir

Starfsfólk Rauða krossins skrifar
28. janúar 2023 | kl. 06:00

Gljávíðir

Sigurður Arnarson skrifar
25. janúar 2023 | kl. 12:00

Kvikmyndir og raunveruleiki

Sigurður Ingólfsson skrifar
23. janúar 2023 | kl. 10:45

Hús dagsins: Lundur

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
21. janúar 2023 | kl. 06:00

Ekkert vandamál er of lítið eða stórt

Starfsfólk Rauða krossins skrifar
21. janúar 2023 | kl. 06:00

Stjörnuljós í Hofi

Jón Hlöðver Áskelsson skrifar
18. janúar 2023 | kl. 18:00