Fara í efni
Pistlar

Hafþór Már Vignisson snýr aftur í raðir Þórs

Hafþór Már Vignisson hefur samið við handknattleiksdeild Þórs og mun leika með liðinu á næsta tímabili. Þetta tilkynntu Þórsarar á Facebook-síðu deildarinnar fyrir nokkrum mínútum. Hafþór er örvent skytta, en Þórsara hefur einmitt vantað leikmann í þá stöðu.

Hafþór er uppalinn í Þór, en lék síðast með Akureyri handboltafélagi hér fyrir norðan áður en hann gekk til liðs við ÍR vorið 2019. Þaðan fór hann í Stjörnuna þar sem hann var í tvö ár, en hélt síðan utan til Þýskalands í atvinnumennsku og lék með HC Empor Rostock í þýsku 2. deildinni áður en hann snéri til Noregs. Hann er nú á heimleið og reynir fyrir sér í Grill 66 deildinni á komandi tímabili með uppeldisfélaginu. 

Hafþór hefur nú ákveðið að snúa heim á æskuslóðirnar og spila með Þórsurum í Grill 66 deildinni á næsta tímabili, en þeir voru nánast hársbreidd frá því að vinna sér sæti í Olísdeildinni í úrslitaeinvígi við Fjölni í vor. Þórsarar safna nú liði, en á dögunum samdi handknattleiksdeildin við Odd Gretarsson, eins og Akureyri.net greindi frá. 

Að baka brauð

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
04. júlí 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Nonnahús (Aðalstræti 54)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 06:00

Skógrækt og fæðuöryggi

Pétur Halldórsson, Úlfur Óskarsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifa
02. júlí 2025 | kl. 09:15

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00