Fara í efni
Pistlar

Frumflytja verk eins organista fyrir annan

Þorvaldur Örn Davíðsson er tónskáld, organisti í Akureyrarkirkju og kórstjóri. Um helgina verður sjónum beint að honum sem tónskáldi, en kórinn Hymnodia mun flytja úrval verka eftir Þorvald á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 8. febrúar kl. 12.
 
Á efnisskrá tónleikanna eru fjölbreytt kórverk og eitt orgelverk sem Þorvaldur samdi fyrir kollega sinn, Eyþór Inga Jónsson, en það hefur ekki verið flutt áður hér á landi.
 

„Afar syngjandi laglínur, spennandi hljómsetningar, frumleiki en á sama tíma virðing fyrir eldri tónskáldum einkenna tónsmíðar Þorvaldar Arnar. Verkin eru allt frá því að vera stuttar og lágstemmdar perlur í að vera margradda, kraftmikil kórverk með orgelundirspili og einsöngsköflum,“ segir í tilkynningu.

Einsöngvarar í kórverkum eru þær Jóna Valdís Ólafsdóttir og Margrét Árnadóttir. Eyþór Ingi Jónsson og tónskáldið sjálft, Þorvaldur Örn Davíðsson stjórna. HÉR er hlekkur á viðburðinn á Facebook.

Djúpstæð augu sviðakjammanna

Jóhann Árelíuz skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Einmanaleiki

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Krúttlegasti knattspyrnuvöllur í heimi

Orri Páll Ormarsson skrifar
14. nóvember 2025 | kl. 11:30

Ástand lands og landlæsi. Seinni hluti: Afneitun

Sigurður Arnarson skrifar
12. nóvember 2025 | kl. 09:30

„Brave“

Michael Jón Clarke skrifar
10. nóvember 2025 | kl. 17:00

Hús dagsins: Aðalstræti 40 (Bibliotekið)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
10. nóvember 2025 | kl. 06:00