Fara í efni
Pistlar

Einar Freyr semur áfram við Þór – til 2028

Einar Freyr Halldórsson, unglingalandsliðsmaðurinn stórefnileg, hefur samið áfram við Þór - til þriggja ára. Mynd: Ármann Hinrik
Einar Freyr Halldórsson, knattspyrnumaðurinn stórefnilegi í Þór, hefur gert nýjan þriggja ára samning við félagið. Hann er því samningsbundinn Þór út keppnistímabilið 2028. Þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum Þórs í kvöld.
 
Einar Freyr var einn lykilmanna Þórs í sumar, 16 ára að aldri, þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni á ný eftir langa fjarveru. Hann varð ekki 17 ára fyrr en nú síðla hausts.
 
„Einar var á dögunum valinn besti ungi leikmaður Lengjudeildarinnar 2025 en hann skoraði fjögur mörk í 19 leikjum okkar manna í sumar í deild og bikar,“ segir í tilkynningu félagsins. „Einar, sem er fæddur árið 2008, hefur leikið alls 32 leiki fyrir meistaraflokk Þórs auk þess að hafa leikið 20 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.“
 
 

Jävla Öxnabrekkan

Orri Páll Ormarsson skrifar
17. október 2025 | kl. 12:00

Skáldið Jónas Þorbjarnarson (1960-2012)

Arnar Már Arngrímsson skrifar
16. október 2025 | kl. 08:30

Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré

Sigurður Arnarson skrifar
15. október 2025 | kl. 10:00

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Við nennum ekki þessu uppeldi

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. október 2025 | kl. 06:00