Fara í efni
Pistlar

„Ekkert furðulegt“ við að bólusettir smitist

„Ekkert furðulegt“ við að bólusettir smitist

Margir virðast undrandi á fjölgun kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga en vísindamönnum koma tíðindin ekki á óvart.

Arnar Pálsson erfðafræðingur segir í viðtali við Kjarnann að „ekkert furðulegt“ sé við það að fullbólusett fólk smitist af veirunni og smiti jafnvel aðra. „Það var fyrirséð, sérstaklega í ljósi þess hvernig hegðun fólks úti í samfélaginu hefur verið upp á síðkastið,“ segir hann í samtali við Sunnu Ósk Logadóttur blaðamann sem fjallar ítarlega um málið í framúrskarandi grein í dag. Vert er að hvetja alla til að lesa umfjöllunina.

Bent er á að engar takmarkanir séu lengur innanlands og margir virðist hafa talið það þýða, þrátt fyrir varnaðarorð yfirvalda, að öll hætta væri liðin hjá. Fólk standandi í hnapp við kælinn í kjörbúðinni er ein birtingarmyndin. „Fólk í kös á börum bæjarins er önnur. Tómir sprittbrúsar í verslunum sú þriðja. Og svo mætti áfram telja,“ segir í grein Sunnu. Minnt er á að nándarreglan, sem svo var kölluð - hvort sem talað var um einn eða tvo metra - var ekki kennd við nánd fyrir ekki neitt.

 Að knúsa og faðma

Sunna minnir á orð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á blaðamannafundi stjórnvalda í Safnahúsinu 25. júní er tilkynnt var að öllum takmörkunum innanlands yrði aflétt á miðnætti þann sama dag: 

  • „Það er loksins komið að þessum áfanga í þessari baráttu sem við höfum öll beðið eftir. Og við erum öll svo spennt að geta lifað okkar eðlilega lífi aftur. Að mega heilsast og knúsa og faðma.“ 

Málið er greinilega ekki svo einfalt, enda hefur sóttvarnarlæknir oft bent á að alvarleika málsins. „Ég held að það sé rétt að muna það að þetta er ekki búið. Þetta eru ekki einhver lok bókarinnar,“ sagði hann eftir umræddan fund.

Arnar segist, í grein Sunnu, sjá sterk rök fyrir því að hafa hemil á fyrir því að „hafa hemil á ferðalögum og verja landamæri og reyna að koma í veg fyrir að veiran breiðist út eins og sinubruni.“

Sjálfur segist erfðafræðingurinn enn forðast fjölmenna viðburði. 

Smellið hér til að lesa umfjöllun Kjarnans.

Seigla er orð ársins

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 11:50

Að nota fjölmiðla eða vera notaður af þeim?

Sigurður Kristinsson skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 12:00

Að þegja er eiginleiki sem hvarf

Jón Óðinn Waage skrifar
08. desember 2020 | kl. 07:00

Framtakssemin og einkaframtakið

Jóna Jónsdóttir skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Tryggvi Gíslason skrifar
15. nóvember 2020 | kl. 10:00

Sú mikla kúnst að æsa fólk upp

Jón Óðinn Waage skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00